Vísar gagnrýni á bug Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. ágúst 2023 21:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, vísaði allri gagnrýni á ríkisfjármálin á bug. Hann segir að tölurnar tali sínu máli. Vísir/Steingrímur Dúi Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11