Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 14:04 Hildur hyggst leggja fram frumvarpið í haust. Lífskraftur Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur
Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira