„Nánast engar líkur“ á áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2023 22:08 Ólafur Harðarson, prófessor emeritus í Stjórnmálafræði, segir ólíklegt að ríkisstjórnin springi en þó sé ekki hægt að fullyrða neitt. Hávaðinn hafi vissulega verið mikill. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með lægra fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu, í 13 ár. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,6 prósent í könnuninni. Framsóknarflokkurinn með 9,2 prósent og Vinstri græn með 6,4 prósent. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er því 33,2 prósent, og hefur ekki mælst lægra en þegar gengið var til kosninga í september 2021. Þrátt fyrir að mælast lægri en áður er Sjálfstæðisflokkurinn með næst mest fylgi allra flokka. samfylkingin mælist þó stærst með 29,1 prósent. Píratar mælast með rúm þrettán prósent, Viðreisn með níu og hálft prósent, Miðflokkurinn með tæp átta prósent pg Flokkur fólksins með aðeins 5,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist þá með undir fimm prósent.Stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 24,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Í júní á þessu ári mældist flokkurinn með 18,5 prósenta fylgi. Fylgið jókst lítillega í júní og fór í 19,3 prósent en mælist nú 17,6 prósent, og hefur ekki mælst lægra frá því að Maskína hóf að gera kannanir árið 2010. Stjórnarflokkarnir tapað 21 prósenti Ólafur Harðarson, prófessor emeritus í Stjórnmálafræði, ræddi fylgi flokkanna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það sem maður les nú aðallega úr þessari könnun er að síðustu mánuðina hafa orðið tiltölulega litlar breytingar á fylgi flokkanna,“ sagði hann. Hann sagði allt aðra mynd blasa við ef skoðað er hversu miklar breytingar hafa orðið frá síðustu kosningum. „Það sem gerst hefur síðan í kosningunum 2021 er að fylgið hefur hrunið af öllum stjórnarflokkum. Og núna undanfarið hafa tölurnar verið þannig að Vinstri græn og Framsókn hafa tapað um það bil helmingi fylgisins sem þau fengu 2021 og núna er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa hátt í þriðjungi þess fylgis sem hann fékk þá. Og ef við skoðum samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þá var það ríflega 54 prósent í kosningunum. Núna er það komið niður í 33 prósent. Stjórnarflokkarnir hafa tapað 21 prósenti sem er auðvitað gríðarlega mikið,“ sagði Ólafur. Hann sagði niðurstöðurnar þó ekki þurfa að koma á óvart. „Sams konar þróun hefur átt sér stað varðandi allar ríkisstjórnir síðustu fimmtán árin, eða frá því um hrun.“ Hverjar eru líkurnar á því að ríkisstjórnin haldi þetta út, út kjörtímabilið? „Það hefur hvelft mikið milli stjórnarflokkanna og ástandið milli þeirra er allt annað heldur en það var á síðasta kjörtímabili þegar það ríkti friðsemd og menn slógust í sameiningu við Covid. Og allri hugmyndafræði var í rauninni kippt úr sambandi. Nú er hugmyndafræðin aftur komin í spilið og svona ólíkir flokkar, þeir takast þá miklu meira á. Ef við skoðum síðustu þrjátíu árin þá hafa lang flestar ríkisstjórnir, allar nema tvær, lifað í fjögur ár. Þannig að miðað við það þá kæmi það frekar á óvart ef að þessi stjórn myndi springa, jafnvel þó að það gusti ansi mikið í stjórnarsamstarfinu,“ sagði Ólafur. Það eru væntanlega litlar líkur á áframhaldandi samstarfi í ljósi þess hvaða átök hafa verið síðustu misseri? „Ég held að það séu nánast engar líkur á að þessi stjórn haldi áfram jafnvel þó hún héldi velli, sem verður að teljast mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafi áhuga á því eftir næstu kosningar að halda áfram í stjórnarsamstarfi.“ Heldurðu að stjórnin springi? „Ég á síður von á því en maður getur aldrei fullyrt það og hávaðinn hefur vissulega verið mikill. “ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,6 prósent í könnuninni. Framsóknarflokkurinn með 9,2 prósent og Vinstri græn með 6,4 prósent. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er því 33,2 prósent, og hefur ekki mælst lægra en þegar gengið var til kosninga í september 2021. Þrátt fyrir að mælast lægri en áður er Sjálfstæðisflokkurinn með næst mest fylgi allra flokka. samfylkingin mælist þó stærst með 29,1 prósent. Píratar mælast með rúm þrettán prósent, Viðreisn með níu og hálft prósent, Miðflokkurinn með tæp átta prósent pg Flokkur fólksins með aðeins 5,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist þá með undir fimm prósent.Stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 24,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Í júní á þessu ári mældist flokkurinn með 18,5 prósenta fylgi. Fylgið jókst lítillega í júní og fór í 19,3 prósent en mælist nú 17,6 prósent, og hefur ekki mælst lægra frá því að Maskína hóf að gera kannanir árið 2010. Stjórnarflokkarnir tapað 21 prósenti Ólafur Harðarson, prófessor emeritus í Stjórnmálafræði, ræddi fylgi flokkanna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það sem maður les nú aðallega úr þessari könnun er að síðustu mánuðina hafa orðið tiltölulega litlar breytingar á fylgi flokkanna,“ sagði hann. Hann sagði allt aðra mynd blasa við ef skoðað er hversu miklar breytingar hafa orðið frá síðustu kosningum. „Það sem gerst hefur síðan í kosningunum 2021 er að fylgið hefur hrunið af öllum stjórnarflokkum. Og núna undanfarið hafa tölurnar verið þannig að Vinstri græn og Framsókn hafa tapað um það bil helmingi fylgisins sem þau fengu 2021 og núna er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa hátt í þriðjungi þess fylgis sem hann fékk þá. Og ef við skoðum samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þá var það ríflega 54 prósent í kosningunum. Núna er það komið niður í 33 prósent. Stjórnarflokkarnir hafa tapað 21 prósenti sem er auðvitað gríðarlega mikið,“ sagði Ólafur. Hann sagði niðurstöðurnar þó ekki þurfa að koma á óvart. „Sams konar þróun hefur átt sér stað varðandi allar ríkisstjórnir síðustu fimmtán árin, eða frá því um hrun.“ Hverjar eru líkurnar á því að ríkisstjórnin haldi þetta út, út kjörtímabilið? „Það hefur hvelft mikið milli stjórnarflokkanna og ástandið milli þeirra er allt annað heldur en það var á síðasta kjörtímabili þegar það ríkti friðsemd og menn slógust í sameiningu við Covid. Og allri hugmyndafræði var í rauninni kippt úr sambandi. Nú er hugmyndafræðin aftur komin í spilið og svona ólíkir flokkar, þeir takast þá miklu meira á. Ef við skoðum síðustu þrjátíu árin þá hafa lang flestar ríkisstjórnir, allar nema tvær, lifað í fjögur ár. Þannig að miðað við það þá kæmi það frekar á óvart ef að þessi stjórn myndi springa, jafnvel þó að það gusti ansi mikið í stjórnarsamstarfinu,“ sagði Ólafur. Það eru væntanlega litlar líkur á áframhaldandi samstarfi í ljósi þess hvaða átök hafa verið síðustu misseri? „Ég held að það séu nánast engar líkur á að þessi stjórn haldi áfram jafnvel þó hún héldi velli, sem verður að teljast mjög ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafi áhuga á því eftir næstu kosningar að halda áfram í stjórnarsamstarfi.“ Heldurðu að stjórnin springi? „Ég á síður von á því en maður getur aldrei fullyrt það og hávaðinn hefur vissulega verið mikill. “
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira