Þriðji heimsmeistaratitill Warholm og Norðmenn röðuðu inn verðlaunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:02 Warholm fagnar gullinu í kvöld. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í Búdapest í kvöld. Norðmaðurinn óstöðvandi Karsten Warholm vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem var lokagrein kvöldsins. Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira