Þriðji heimsmeistaratitill Warholm og Norðmenn röðuðu inn verðlaunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:02 Warholm fagnar gullinu í kvöld. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í Búdapest í kvöld. Norðmaðurinn óstöðvandi Karsten Warholm vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem var lokagrein kvöldsins. Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira