Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2023 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við vixlverkun launahækkanna og verðlags. Kristján Þórður Snæbjarnason bendir hins vegar á að hækkun stýrivaxta geti ýtt undir verðbólgu. Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um núll komma fimm prósentur í morgun, í níu komma tuttugu og fimm prósentustig. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir peningamálastefnu bankans undanfarin ár hafa að einhverju leyti borið árangur. Hins vegar þurfi að ná niður þrálátri verðbólgu og þar þurfi fyrirtæki að sýna ábyrgð. Þensla nú sé að einhverju leyti drifin áfram af ferðaþjónustu. „Við myndum gjarnan vilja sjá hækkandi gengi krónunnar koma fram í lægra vöruverði. Fyrirtækin voru fljót að hækka vöruverð þegar krónan seig en þau hafa ekki verið eins fljót til nú þegar krónan hefur styrkst,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að hið opinbera hafi líka ýtt undir verðbólguna sem mælist nú sjö komma sex prósent. „Við vildum gjarnan að hið opinbera myndi halda aftur að sér og líka í útgjöldum sínum,“ segir hann. Hann hvetur fólk sem er að sligast undan hárri greiðslubyrði lána vegna stýrivaxtahækkanna að endursemja við bankanna. „Ég myndi ráðleggja fólki það að tala við bankann sinn og fara yfir málin,“ segir hann. Ásgeir hefur undanfarin misseri beint því til aðila vinnumarkaðarins að halda aftur að launahækkunum svo víxlverkun launa og verðhækkana fari ekki af stað. „Við erum öll í saman í liði. Það er ekki hægt að fá aukinn kaupmátt í kjarasamningum nema með lágri verðbólgu,“ segir hann. Bændasamtökin fordæmdu ákvörðun Seðlabankans í dag og bentu á hækkanirnar undanfarið hafi aukið árlegan kostnað í landbúnaði um milljarða króna. Sérfræðingur hjá Eflingu sagði vegferð bankans draga niður kjör þeirra sem séu með húsnæðisskuldir og formenn verkalýðsfélaga lýstu yfir miklum vonbrigðum. Víxverkun hárra vaxta og verðbólgu væri miklu fremur vandi en launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Við erum að sjá verðhækkanir á innlendum vörum sem eru komnar til vegna aukinna vaxta hjá skuldsettum fyrirtækjum. Vextirnir eru því að ýta undir verðbólguna. Við höfum líka séð að hækkun stýrivaxta er að skila sér í hækkun neysluverðs,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnason formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira