Tvö til fjögur Sævar Þór Halldórsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar