Erlingur var ekki sóttur með Boeing einkaflugvél eins og Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 10:01 Erlingur Birgir Richardsson gerði mjög flotta hluti með ÍBV liðið og gerði það að Íslandsmeisturum í vor. Vísir/Anton Íslandsmeistaraþjálfarinn Erlingur Birgir Richardsson var ekki lengi atvinnulaus en hann er orðinn aftur landsliðsþjálfari og það í Sádí Arabíu. Það verður nóg að gera hjá Erlingi og nýju lærisveinum hans í vetur. Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
Erlingur gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeisturum í vor en hafði þá áður gefið það út að hann myndi hætta með liðið. Þá var að heyra að Erlingur stefndi ekkert endilega á þjálfun strax en var tilboðið frá Sádí Arabíu svo gott að erfitt var að hafna því. Eins og að vera sjómaður „Þetta er smá ævintýramennska líka og svo er líka að vera með landslið er skemmtilegt. Þetta er kannski bara eins og að vera sjómaður. Það er farið á túr en svo er komið í land og smá pása á milli. Það hentar ágætlega þó að við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu mörg verkefni væru fram undan,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Hulda Margrét „Nú eru Asíuleikar fram undan sem blandast svolítið saman við aðrar keppnir sem þeir eru í. Það er nóg af verkefnum núna fram að áramótum,“ sagði Erlingur sem talar um við. „Ég segi kannski alltaf við en við erum hérna tveir saman, ég og Edwin Kippers. Hann er Hollendingur og var að vinna með mér með Hollendinga. Ég fékk hann með mér í þetta verkefni,“ sagði Erlingur. Hefði alveg hugsað sér að taka Eyjamenn með „Ég óskaði eftir því og vissi líka að hann var klár. Ég vildi kannski ekki vera að hrófla við öðrum. Maður vill ekki taka alla frá félaginu ÍBV. Ef maður hefði getað fengið að velja líka þá hefði maður kannski viljað taka fleiri með,“ sagði Erlingur. Erlingur fór út til Sádí Arabíu í síðustu viku og hann segir samfélagið hafa tekið vel á móti sér. Vísir/Hulda Margrét „Ég hafði heyrt að þetta væri allt voðalega strangt hérna og væri kannski lokaðra samfélag. Það er eiginlega akkúrat öfugt. Hér er fólk virkilega opið og tilbúið að spjalla. Það tekur vel á móti fólki,“ sagði Erlingur. Það hefur verið umdeilt þegar íþróttamenn semja við Sádí Arabíu. Frægt var þegar kylfingar skráðu sig á LIV mótaröðina í óþökk PGA og fyrir háar peningaupphæðir. Knattspyrnumenn flykkjast líka til landsins þar sem þeir fá samninga sem sjást ekki annars staðar í heiminum. En hvernig er þetta í handboltanum? Hefði ekki þurft Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð „Ég hefði ekkert þurft að fara til Sádí Arabíu til að ná í sömu upphæð. Með góðri vinnu og dugnaði þá getur þú alveg náð í sömu aura. Þetta er bara ævintýramennska að fara hingað út,“ sagði Erlingur. Vísir/Hulda Margrét „Handbolti er bara það lítil íþrótt hérna ennþá og þetta er allt annar heimur. Það er ekkert hægt að líkja þessu saman. Við fengum ekki Boeign flugvél eins og Neymar. Það eru bara minni peningar í handbolta heldur en fótbolta til dæmi,“ sagði Erlingur. „Það er mikil uppbygging hér en Ólympíusambandið er að reyna að styrkja minni sérsambönd. Markmiðið er að reyna að byggja upp handboltann og þess vegna hefur Ólympíusambandið komið sterkt inn,“ sagði Erlingur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Erlingur um starfið og lífið í Sádí Arabíu
Handbolti Sádi-Arabía Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira