Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 08:10 Hvalverkun Hvals hf. fer fram í hvalstöðinni í Hvalfirði. Hér má sjá langreyð skorna. Vísir/Egill Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið og birtist í morgun. Í skýrslunni eru aðeins skoðuð efnahagsleg áhrif hvalveiðanna og lítur því fram hjá líffræðilegum þáttum, byggðasjónarmiðum eða stjórnmálalegum atriðum. Ekki sé litið til áhrifa hvala í vistkerfinu. Skýrslan skiptist í þrjá meginkafla: bein áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslíf, markaði fyrir hvalaafurðir og möguleg áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu og aðra útflutningsmöguleika Íslands. Hvalveiðar í sögulegu samhengi Í byrjun skýrslunnar er farið yfir sögu hvalveiða á Íslandi frá lokum nítjándu aldar. Hvalveiðar voru hvað umfangsmestar í kringum aldamótin 1900 og talið er að veiðin hafi náð hámarki árið 1902 þegar 2.605 hvalir voru dregnir á land. Eftir nokkurra áratuga bann hófust hvalveiðar Íslendinga aftur í lok seinni heimsstyrjaldar og héldu þær áfram allt til ársins 1986 þegar Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði allar hvalveiðar í atvinnuskyni. Árið 2003 ákváðu Íslendingar að hefja aftur veiðar og var Alþjóðahvalveiðiráðinu tilkynnt að alls yrðu veiddar um 200 langreyðar, 200 hrefnur og hundrað sandreyðar það árið. Allt til ársins 2007 voru þó einungis veiddar hrefnur í vísindaskyni. Veiðar á langreyði og hrefnu árin 2003-2022.Matvælaráðuneytið Veiðar á langreyðum hófust árið 2009 en það ár voru veidd 125 dýr. Það hafa komið ár inn á milli sem ekkert er veitt af langreyðum en þegar það er gert eru á bilinu 125 til 155 dýr veidd á ári. Veiðar á hrefnu hafa sveiflast á milli þess að vera mest 81 dýr árið 2009 en minnst 24 dýr árið 2014. Hvalveiðar lágu niðri árin 2019 til 2021 en árið 2021 var að vísu veidd ein hrefna. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofunnar var útflutningsverðmæti hvalaafurða milli 1,6 til 1,8 milljarðar króna þegar mest var á árunum 2014 til 2016. Hlutfall verðmætis seldra hvalaafurða af heildarverðmæti sjávarafurða hefur rúman síðasta áratuginn legið á milli 0,11-0,79 prósenta á ári, þegar selt er, eins og sjá má hér fyrir neðan. Hlutfall útflutningsverðmætis hvalaafurða af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða.Matvælaráðuneytið Hvalur hf. sér á báti Í skýrslunni segir að í raun sé það aðeins Hvalur hf. sem hafi stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Samkvæmt ársreikningum Hvals hf. síðustu árin má ætla að frá árinu 2011 hafi heildarútflutningsverðmæti hvalaafurða verið tæpir 9,8 milljarðar króna. Ef dregin eru frá ár þar sem ekkert var veitt þá var meðaltalsútflutningsverðmæti hvalaafurða ríflega milljarður króna á ári. Útflutningsverðmæti segi þó lítið ein og sér um verðmætasköpun vegna hvalveiða. Á meðfylgjandi mynd má sjá metinn hagnað Hvals hf. af hvalveiðum frá árinu 2011. Hagnaðurinn er þar reiknaður út frá verðmæti seldra hvalaafurða að frádregnum kostnaði við rekstur hvalveiðiskipa, afskrifta og birgðabreytinga. Hagnaður Hvals hf. vegna hvalveiða.Matvælaráðuneytið Samkvæmt þessum tölum hefur oftast verið tap af hvalveiðum þegar þær hafa verið stundaðar. Samanlagt tap áranna 2011 til 2019 nemur um þremur milljörðum króna. Þó ber að hafa í huga að árin sem tapið var sem mest stundaði Hvalur ekki hvalveiðar. Því sé ekki hægt að draga þá ályktun að rekstrarniðurstaða fyrirtækisins væri jafn neikvæð og þessar tölur gefa til kynna hefði fyrirtækið stundað veiðar og sölu hvalaafurða allt þetta tímabil. Einnig er farið yfir aðrar afurðir Hvals hf. á borð við hvalmjöl og hvallýsi. Í fyrra hafi heildarmagn hvalmjöls verið um 375 tonn en hvallýsi um 476 tonn. Í skýrslunni segir að erfiðlega hafi gengið að fá leyfi til að selja hvalmjöl t.d. í fóður fyrir svín þar sem það hefur ekki uppfyllt skilyrði til slíkrar notkunar. Hvallýsið hafi verið notað til að brenna á skipum Hvals hf. en sala á því til annarrar nýtingar hefur reynst ómöguleg, m.a. vegna viðskiptahindrana með hvalaafurðir. Þá er komið inn á aðrar afurðir á borð við vinnslu fæðubótarefnis sem vinnur gegn járnskorti og gelatíni úr hvalbeinum. Hvort tveggja er þó enn í þróun. Hvalveiðar efnahagslega mikilvægar fyrir starfsfólk í greininni Atvinna tengd hvalveiðum er einnig skoðuð í skýrslunni. Þar segir að samkvæmt forsvarsmönnum verkalýðsfélags Akraness hafi um 120 manns starfað við vinnslu á hvalaafurðum á síðustu vertíð. Hvalverkunarmenn vinna við verkun.Vísir/Egill Meðallaun starfsmanna við veiðar og vinnslu hvals séu á milli 1,7 til tvær milljónir króna á mánuði sem sé langt fyrir ofan meðallaun. Við slíkan samanburði þurfi að líta til þess að um er að ræða vaktavinnu og tímabundna vertíð. Í skýrslunni segir að ef gert sé ráð fyrir að hver starfsmaður vinni við hvalveiðar og vinnslu í fjóra mánuði geri það um 480 mannmánuði. Bjóðist þessum starfsmönnum meðallaun, um 745 þúsund, annars staðar má reikna með að hver starfsmaður verði af á bilinu 2 til 3,8 milljónum króna í tekjur þá mánuði sem vertíðin stendur yfir. Þetta endurspegli þá staðreynd að þrátt fyrir að hvalveiðar séu ekki þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein sem stendur þá skipti hún miklu efnahagslegu máli fyrir þá sem starfa í greininni. Einungis megi flytja hvalaafurðir til Japan og Noregs Skýrslan skoðar sérstaklega markaðssetningu og sölu hvalaafurða en í skýrslunni segir að hún sé ýmsum vanda undirorpin vegna alþjóðasamninga og andstöðu við hvalveiðar víða um heim. Hvalveiðibátur kemur með hval í eftirdragi að landi.Vísir/Egill Þá segir að alþjóðasamningur um verslun með villt dýr og plöntur í útrýmingarhættu (CITES) banni viðskipti með hvalaafurðir milli flestra þjóða heims. Í viðauka með samningnum er listi yfir tegundir í útrýmingarhættu, þar á meðal allar þær hvalategundir sem veiddar hafa verið frá Íslandi. Þau lönd sem gert hafa fyrirvara við framangreindan lista eru ekki bundnar af viðaukanum hvað þær tilteknu tegundir varðar. Sjá einnig: Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Af þeim 183 löndum sem leitt hafa samninginn í lög eru Ísland, Noregur, og Japan einu löndin sem hafa gert fyrirvara við viðaukann, meðal annars hvað varðar langreyðar og hrefnur. Þess vegna má einungis flytja afurðir þessara dýra frá Íslandi til Noregs og Japans. Neysla á hvalkjöti minnkað ört í Japan Eftir að veiðar á hrefnu lögðust af er einungis um að ræða útflutning á afurðum af langreyðum en langreyðarkjöt er einungis selt til Japan. Neysla á hvalkjöti hefur hins vegar farið ört minnkandi í Japan undanfarin sextíu ár. Hún hefur farið úr 233 þúsund tonnum árið 1962 í um 1-2 þúsund tonn á árunum 2021 og 2022 samkvæmt skýrslunni. Flutningur hvalaafurða á erlenda markaði hefur sömuleiðis reynst erfiður á síðustu árum. Bæði vegna þrýsting samtaka andstæðinga hvalveiða og tregðu stjórnvalda sjálfra til að leyfa flutningaskipum að koma til hafnar. Gripið hafi verið til þess ráðs að flytja hvalaafurðir frá Íslandi til markaðar í Japan með því að sigla norður fyrir Rússland og Síberíu. Sú leið sé ekki auðveld flutningaleið vegna veðurskilyrða. Þótt skipaumferð um þessa leið hafi farið vaxandi á síðustu árum þá krefst hún alla jafna samstarfs við rússneska ísbrjóta sem hefur reynst erfiðara eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Hvalveiðar virðast ekki hafa skaðleg áhrif á ferðaþjónustu Í þriðja og síðasta hluta skýrslunnar er fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir almenna andstöðu fólks við hvalveiðar í helstu viðskiptalöndum Íslands sé ekki hægt að fullyrða að sú andstaða skili sér í skaðlega minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Skýrslan vísar í tvær eldri viðhorfskannanir til að meta áhrif hvalveiða á viðhorf fólks gagnvart Íslandi. Annars vegar könnun ParX frá árinu 2007 sem kannaði áhrif hvalveiða á ímynd Íslands meðal nokkurra erlendra þjóða. Þar var viðhorf fólks til hvalveiða neikvætt en þau viðhorf höfðu veika fylgni við líkur á að ferðast. Hins vegar rannsókn Hjördísar Sigursteinsdóttir sem gerði könnun á viðhorfum ferðamanna sem fóru í hvalaskoðunarferðir til hvalveiða. Þar svöruðu tæp 74 prósent þátttakenda þeirri spurningu játandi hvort þeir hefðu komið til Íslands ef hvalveiðar hefðu verið stundaðar. „Segja má að þrátt fyrir að almennt viðhorf fólks til hvalveiða sé neikvætt í viðskiptalöndum Íslands verði vart séð að hvalveiðar hafi haft merkjanleg áhrif á útflutning Íslendinga,“ segir í skýrslunni. Það gildi jafnt um útflutning sjávarafurða, ferðaþjónustu eða annað. Hvalveiðar Hvalir Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið og birtist í morgun. Í skýrslunni eru aðeins skoðuð efnahagsleg áhrif hvalveiðanna og lítur því fram hjá líffræðilegum þáttum, byggðasjónarmiðum eða stjórnmálalegum atriðum. Ekki sé litið til áhrifa hvala í vistkerfinu. Skýrslan skiptist í þrjá meginkafla: bein áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslíf, markaði fyrir hvalaafurðir og möguleg áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu og aðra útflutningsmöguleika Íslands. Hvalveiðar í sögulegu samhengi Í byrjun skýrslunnar er farið yfir sögu hvalveiða á Íslandi frá lokum nítjándu aldar. Hvalveiðar voru hvað umfangsmestar í kringum aldamótin 1900 og talið er að veiðin hafi náð hámarki árið 1902 þegar 2.605 hvalir voru dregnir á land. Eftir nokkurra áratuga bann hófust hvalveiðar Íslendinga aftur í lok seinni heimsstyrjaldar og héldu þær áfram allt til ársins 1986 þegar Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði allar hvalveiðar í atvinnuskyni. Árið 2003 ákváðu Íslendingar að hefja aftur veiðar og var Alþjóðahvalveiðiráðinu tilkynnt að alls yrðu veiddar um 200 langreyðar, 200 hrefnur og hundrað sandreyðar það árið. Allt til ársins 2007 voru þó einungis veiddar hrefnur í vísindaskyni. Veiðar á langreyði og hrefnu árin 2003-2022.Matvælaráðuneytið Veiðar á langreyðum hófust árið 2009 en það ár voru veidd 125 dýr. Það hafa komið ár inn á milli sem ekkert er veitt af langreyðum en þegar það er gert eru á bilinu 125 til 155 dýr veidd á ári. Veiðar á hrefnu hafa sveiflast á milli þess að vera mest 81 dýr árið 2009 en minnst 24 dýr árið 2014. Hvalveiðar lágu niðri árin 2019 til 2021 en árið 2021 var að vísu veidd ein hrefna. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofunnar var útflutningsverðmæti hvalaafurða milli 1,6 til 1,8 milljarðar króna þegar mest var á árunum 2014 til 2016. Hlutfall verðmætis seldra hvalaafurða af heildarverðmæti sjávarafurða hefur rúman síðasta áratuginn legið á milli 0,11-0,79 prósenta á ári, þegar selt er, eins og sjá má hér fyrir neðan. Hlutfall útflutningsverðmætis hvalaafurða af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða.Matvælaráðuneytið Hvalur hf. sér á báti Í skýrslunni segir að í raun sé það aðeins Hvalur hf. sem hafi stundað stórhvalaveiðar í atvinnuskyni á síðustu árum. Samkvæmt ársreikningum Hvals hf. síðustu árin má ætla að frá árinu 2011 hafi heildarútflutningsverðmæti hvalaafurða verið tæpir 9,8 milljarðar króna. Ef dregin eru frá ár þar sem ekkert var veitt þá var meðaltalsútflutningsverðmæti hvalaafurða ríflega milljarður króna á ári. Útflutningsverðmæti segi þó lítið ein og sér um verðmætasköpun vegna hvalveiða. Á meðfylgjandi mynd má sjá metinn hagnað Hvals hf. af hvalveiðum frá árinu 2011. Hagnaðurinn er þar reiknaður út frá verðmæti seldra hvalaafurða að frádregnum kostnaði við rekstur hvalveiðiskipa, afskrifta og birgðabreytinga. Hagnaður Hvals hf. vegna hvalveiða.Matvælaráðuneytið Samkvæmt þessum tölum hefur oftast verið tap af hvalveiðum þegar þær hafa verið stundaðar. Samanlagt tap áranna 2011 til 2019 nemur um þremur milljörðum króna. Þó ber að hafa í huga að árin sem tapið var sem mest stundaði Hvalur ekki hvalveiðar. Því sé ekki hægt að draga þá ályktun að rekstrarniðurstaða fyrirtækisins væri jafn neikvæð og þessar tölur gefa til kynna hefði fyrirtækið stundað veiðar og sölu hvalaafurða allt þetta tímabil. Einnig er farið yfir aðrar afurðir Hvals hf. á borð við hvalmjöl og hvallýsi. Í fyrra hafi heildarmagn hvalmjöls verið um 375 tonn en hvallýsi um 476 tonn. Í skýrslunni segir að erfiðlega hafi gengið að fá leyfi til að selja hvalmjöl t.d. í fóður fyrir svín þar sem það hefur ekki uppfyllt skilyrði til slíkrar notkunar. Hvallýsið hafi verið notað til að brenna á skipum Hvals hf. en sala á því til annarrar nýtingar hefur reynst ómöguleg, m.a. vegna viðskiptahindrana með hvalaafurðir. Þá er komið inn á aðrar afurðir á borð við vinnslu fæðubótarefnis sem vinnur gegn járnskorti og gelatíni úr hvalbeinum. Hvort tveggja er þó enn í þróun. Hvalveiðar efnahagslega mikilvægar fyrir starfsfólk í greininni Atvinna tengd hvalveiðum er einnig skoðuð í skýrslunni. Þar segir að samkvæmt forsvarsmönnum verkalýðsfélags Akraness hafi um 120 manns starfað við vinnslu á hvalaafurðum á síðustu vertíð. Hvalverkunarmenn vinna við verkun.Vísir/Egill Meðallaun starfsmanna við veiðar og vinnslu hvals séu á milli 1,7 til tvær milljónir króna á mánuði sem sé langt fyrir ofan meðallaun. Við slíkan samanburði þurfi að líta til þess að um er að ræða vaktavinnu og tímabundna vertíð. Í skýrslunni segir að ef gert sé ráð fyrir að hver starfsmaður vinni við hvalveiðar og vinnslu í fjóra mánuði geri það um 480 mannmánuði. Bjóðist þessum starfsmönnum meðallaun, um 745 þúsund, annars staðar má reikna með að hver starfsmaður verði af á bilinu 2 til 3,8 milljónum króna í tekjur þá mánuði sem vertíðin stendur yfir. Þetta endurspegli þá staðreynd að þrátt fyrir að hvalveiðar séu ekki þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein sem stendur þá skipti hún miklu efnahagslegu máli fyrir þá sem starfa í greininni. Einungis megi flytja hvalaafurðir til Japan og Noregs Skýrslan skoðar sérstaklega markaðssetningu og sölu hvalaafurða en í skýrslunni segir að hún sé ýmsum vanda undirorpin vegna alþjóðasamninga og andstöðu við hvalveiðar víða um heim. Hvalveiðibátur kemur með hval í eftirdragi að landi.Vísir/Egill Þá segir að alþjóðasamningur um verslun með villt dýr og plöntur í útrýmingarhættu (CITES) banni viðskipti með hvalaafurðir milli flestra þjóða heims. Í viðauka með samningnum er listi yfir tegundir í útrýmingarhættu, þar á meðal allar þær hvalategundir sem veiddar hafa verið frá Íslandi. Þau lönd sem gert hafa fyrirvara við framangreindan lista eru ekki bundnar af viðaukanum hvað þær tilteknu tegundir varðar. Sjá einnig: Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Af þeim 183 löndum sem leitt hafa samninginn í lög eru Ísland, Noregur, og Japan einu löndin sem hafa gert fyrirvara við viðaukann, meðal annars hvað varðar langreyðar og hrefnur. Þess vegna má einungis flytja afurðir þessara dýra frá Íslandi til Noregs og Japans. Neysla á hvalkjöti minnkað ört í Japan Eftir að veiðar á hrefnu lögðust af er einungis um að ræða útflutning á afurðum af langreyðum en langreyðarkjöt er einungis selt til Japan. Neysla á hvalkjöti hefur hins vegar farið ört minnkandi í Japan undanfarin sextíu ár. Hún hefur farið úr 233 þúsund tonnum árið 1962 í um 1-2 þúsund tonn á árunum 2021 og 2022 samkvæmt skýrslunni. Flutningur hvalaafurða á erlenda markaði hefur sömuleiðis reynst erfiður á síðustu árum. Bæði vegna þrýsting samtaka andstæðinga hvalveiða og tregðu stjórnvalda sjálfra til að leyfa flutningaskipum að koma til hafnar. Gripið hafi verið til þess ráðs að flytja hvalaafurðir frá Íslandi til markaðar í Japan með því að sigla norður fyrir Rússland og Síberíu. Sú leið sé ekki auðveld flutningaleið vegna veðurskilyrða. Þótt skipaumferð um þessa leið hafi farið vaxandi á síðustu árum þá krefst hún alla jafna samstarfs við rússneska ísbrjóta sem hefur reynst erfiðara eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Hvalveiðar virðast ekki hafa skaðleg áhrif á ferðaþjónustu Í þriðja og síðasta hluta skýrslunnar er fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir almenna andstöðu fólks við hvalveiðar í helstu viðskiptalöndum Íslands sé ekki hægt að fullyrða að sú andstaða skili sér í skaðlega minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Skýrslan vísar í tvær eldri viðhorfskannanir til að meta áhrif hvalveiða á viðhorf fólks gagnvart Íslandi. Annars vegar könnun ParX frá árinu 2007 sem kannaði áhrif hvalveiða á ímynd Íslands meðal nokkurra erlendra þjóða. Þar var viðhorf fólks til hvalveiða neikvætt en þau viðhorf höfðu veika fylgni við líkur á að ferðast. Hins vegar rannsókn Hjördísar Sigursteinsdóttir sem gerði könnun á viðhorfum ferðamanna sem fóru í hvalaskoðunarferðir til hvalveiða. Þar svöruðu tæp 74 prósent þátttakenda þeirri spurningu játandi hvort þeir hefðu komið til Íslands ef hvalveiðar hefðu verið stundaðar. „Segja má að þrátt fyrir að almennt viðhorf fólks til hvalveiða sé neikvætt í viðskiptalöndum Íslands verði vart séð að hvalveiðar hafi haft merkjanleg áhrif á útflutning Íslendinga,“ segir í skýrslunni. Það gildi jafnt um útflutning sjávarafurða, ferðaþjónustu eða annað.
Hvalveiðar Hvalir Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira