Ríkisstjórnin eins og þrír bátar sem stefna í ólíka átt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 20:33 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Þrjár ríkisstjórnir virðast starfandi í landinu að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir óskýrleika í kringum nýju útlendingalögin enn eina birtingarmynd þess að flokkarnir eigi erfitt með að koma sér saman um stór málefni. Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaga auk dómsmála- og félagsmálaráðherra funduðu í dag um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Engin eiginleg niðurstaða fékkst í málið og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna hafa mismunandi sýn á framkvæmdina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir þetta birtingarmynd þess að flokkarnir nái ekki saman í stórum málum. „Við erum með flokka í ríkisstjórn sem eru á öndverðum meiði í málinu og þau böggla saman frumvarpi sem hægt er að skilja á ólíkan hátt. Það var margoft bent á það hverjar afleiðingarnar myndu vera af þessum lögum færu þau svona í gegn. Og núna er það einfaldlega að koma í ljós að það skortir á heildarmyndina. Þetta er eins og skref inn á vegferð og svo eru menn algjörlega ósammála um hvert eigi að halda í framhaldinu,“ segir Eiríkur. „Og það er auðvitað ábyrgðarhluti að stjórnarmeirihlutinn samþykki lög sem snúa að örlögum fólks í viðkvæmri stöðu án þess að hafa nokkra sameiginlega sýn á það hvernig umhverfið eigi síðan að líta út í kjölfarið.“ Yfir tuttugu félagasamtök lýstu í kvöld yfir þungum áhyggjum af stöðunni og hafa boðað til samráðsfundar með stjórnvöldum á mánudag en í hópi þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru biskup Íslands, Rauði krossinn, Barnaheill og Þroskahjálp. „Þessi lög virðast hafa verið samin þannig að það var verið að reyna ná niðurstöðu í máli sem gríðarlega ólík afstaða er til. Og það er þess vegna sem þau er svona óljós. Ríkisstjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um skýrari niðurstöðu heldur einungis óljósa lagasetningu sem þau gátu síðan túlkað hvert fyrir sig í kjölfarið,“ segir Eiríkur. Hvaða augum líturðu stjórnarsamstarfið eins og er? „Þetta eru þrír bátar sem leggja úr höfn en stefna hver í sína áttina. Það er engin heildstæð stefna sem heitið getur í þessum stóru málum núna. Við fórum að sjá þetta í vor og svo eftir sumri, hversu erfitt stjórnin á með að ná saman. Þetta eru eins og þrjár ríkisstjórnir í landinu sem hver um sig fer með sinn hlut ríkisins.“ Hann telur stöðuna viðkvæma. „Þá er spurning hvort menn nái að hökta út kjörtímabilið. Það er í sjálfu sér ekkert sem segir að það eigi ekki að geta tekist. En staðan er orðin það viðkvæm að það þarf ekki stór mál til að velta þessu hlassi. Þúfan gæti þess vegna verið pínulítil sem fer með ríkisstjórnina á hliðina,“ segir Eiríkur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira