Áfram Árneshreppur og hvað svo? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 15:30 Árneshreppur á Ströndum tók þátt í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“. Um er að ræða verkefni sem byggir á byggðaáætlun og er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. „Áfram Árneshreppur“ en svo kallast verkefnið í Árneshreppi, var hrundið af stað árið 2018 og er nú komið á loka metrana. Undirrituð sat íbúafund í Árnesi í gær þar sem farið var yfir hvernig verkefnið hefur tekist til og hvernig íbúar sæju fyrir sér þau tækifæri sem komin eru í gang mættu lifa til framtíðar. Það var augljóst á fundinum að íbúar töldu verkefnið hafa heppnast vel og að þeir styrkir sem fengist hafa í tengslum við það hafi ýtt á stað frjóum hugmyndum sem þegar eru farnar að blómstra. Auk þess hefur krafturinn nýst við að ýta á stað ljósleiðaravæðingu í hreppnum og þrífösun rafmagns sem nú er langt á veg komin. Við slíkan innblástur og kraft vaknar bjartsýni og vilji til að viðhalda uppbyggingu. Verkefni brothættra byggða er ætlað að aðstoða byggðarlög sem hafa glímt við viðvarandi fólksfækkun ásamt því að atvinna og þjónusta hafi veikst. Í Árneshreppi hafði verið viðvarandi fækkun síðustu áratugi en frá því að verkefnið hófst árið 2018 hefur þróunin snúist við og aftur fjölgað í hreppnum. Það má því segja að verkefnið hafi farið vel af stað. Bættar samgöngur Já markmiðinu er náð. En hvert er þá framhaldið? Líklega að viðhalda því sem náðst hefur og halda svo áfram. Það voru því mikil vonbrigði að sjá að framlögð samgönguáætlun gerir ráð fyrir að fresta enn frekar framkvæmdum á Veiðileysuhálsi sem hefjast átti á árinu 2024 til ársins 2029. Það er algjörlega taktlaust í kjölfar vel heppnaðra aðgerða hins opinbera á síðustu fimm árum í byggðarlaginu að bregðast svo á ögurstundu. Áfram Árneshreppur hefur skilað tugmilljóna styrkjum frá hinu opinbera í lífvænleg verkefni og gildandi samgönguáætlun algjörlega í takti við það markmið að efla byggðarlagið. Vetrarþjónusta mikilvæg Frá Bjarnarfirði norður í Norðurfjörð eru liðlega 75 km. Það er vissulega áskorun að halda uppi öruggri vetrarþjónustu um vegi sem liggja um krappar hlíðar, háls og vegslóða sem liggja með landslaginu en eru ekki uppbyggðir. Hluti leiðarinnar er þó með ágætum og ekki snjóþungur. Nú síðustu tvo vetur hefur vetrarþjónustan verið aukin þegar fallið var frá G-reglu snjómoksturs og hefur það gefist vel. Var um tilraunaverkefni að ræða og mikilvægt er að ekki verið fallið aftur í sama farið heldur frekar horft á þörf og aðstæður. Flug á Gjögur er mikilvægt en getur þó aldrei komið í stað samgangna á landi. Það er ekki bara vilji íbúa Árneshrepps að halda uppi góðu mannlífi í byggðarlaginu, það hlýtur að vera vilji okkar allra að blása í glæðurnar og efla enn frekar kraftinn sem býr á Ströndum. Því verður áfram að vera Áfram Árneshreppur! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Árneshreppur Byggðamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Árneshreppur á Ströndum tók þátt í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“. Um er að ræða verkefni sem byggir á byggðaáætlun og er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. „Áfram Árneshreppur“ en svo kallast verkefnið í Árneshreppi, var hrundið af stað árið 2018 og er nú komið á loka metrana. Undirrituð sat íbúafund í Árnesi í gær þar sem farið var yfir hvernig verkefnið hefur tekist til og hvernig íbúar sæju fyrir sér þau tækifæri sem komin eru í gang mættu lifa til framtíðar. Það var augljóst á fundinum að íbúar töldu verkefnið hafa heppnast vel og að þeir styrkir sem fengist hafa í tengslum við það hafi ýtt á stað frjóum hugmyndum sem þegar eru farnar að blómstra. Auk þess hefur krafturinn nýst við að ýta á stað ljósleiðaravæðingu í hreppnum og þrífösun rafmagns sem nú er langt á veg komin. Við slíkan innblástur og kraft vaknar bjartsýni og vilji til að viðhalda uppbyggingu. Verkefni brothættra byggða er ætlað að aðstoða byggðarlög sem hafa glímt við viðvarandi fólksfækkun ásamt því að atvinna og þjónusta hafi veikst. Í Árneshreppi hafði verið viðvarandi fækkun síðustu áratugi en frá því að verkefnið hófst árið 2018 hefur þróunin snúist við og aftur fjölgað í hreppnum. Það má því segja að verkefnið hafi farið vel af stað. Bættar samgöngur Já markmiðinu er náð. En hvert er þá framhaldið? Líklega að viðhalda því sem náðst hefur og halda svo áfram. Það voru því mikil vonbrigði að sjá að framlögð samgönguáætlun gerir ráð fyrir að fresta enn frekar framkvæmdum á Veiðileysuhálsi sem hefjast átti á árinu 2024 til ársins 2029. Það er algjörlega taktlaust í kjölfar vel heppnaðra aðgerða hins opinbera á síðustu fimm árum í byggðarlaginu að bregðast svo á ögurstundu. Áfram Árneshreppur hefur skilað tugmilljóna styrkjum frá hinu opinbera í lífvænleg verkefni og gildandi samgönguáætlun algjörlega í takti við það markmið að efla byggðarlagið. Vetrarþjónusta mikilvæg Frá Bjarnarfirði norður í Norðurfjörð eru liðlega 75 km. Það er vissulega áskorun að halda uppi öruggri vetrarþjónustu um vegi sem liggja um krappar hlíðar, háls og vegslóða sem liggja með landslaginu en eru ekki uppbyggðir. Hluti leiðarinnar er þó með ágætum og ekki snjóþungur. Nú síðustu tvo vetur hefur vetrarþjónustan verið aukin þegar fallið var frá G-reglu snjómoksturs og hefur það gefist vel. Var um tilraunaverkefni að ræða og mikilvægt er að ekki verið fallið aftur í sama farið heldur frekar horft á þörf og aðstæður. Flug á Gjögur er mikilvægt en getur þó aldrei komið í stað samgangna á landi. Það er ekki bara vilji íbúa Árneshrepps að halda uppi góðu mannlífi í byggðarlaginu, það hlýtur að vera vilji okkar allra að blása í glæðurnar og efla enn frekar kraftinn sem býr á Ströndum. Því verður áfram að vera Áfram Árneshreppur! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar