Undrandi á því að bankarnir meini viðskiptavinum Indó að nálgast gjaldeyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2023 06:45 Tryggvi Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur Indó sparisjóðs. Haukur furðar sig á nýjum reglum stóru viðskiptabankanna þriggja. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum reglum viðskiptabankanna þriggja þurfa viðskiptavinir nú að vera búnir að svara áreiðanleikakönnun og vera í viðskiptum við bankanna áður en þeir skipta gjaldeyri hjá bönkunum. Viðskiptavinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til sparisjóðsins Indó hafa lent í vandræðum vegna þessa. Framkvæmdastjóri Indó segir vert að athugað sé hvort nýjar reglur samrýmist sátt bankanna við Samkeppniseftirlitið frá 2017. Lilja Katrín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni, lýsti því í þættinum fyrr í vikunni að hún hefði fært viðskipti sín yfir til sparisjóðsins Indó fyrir nokkrum mánuðum. Hún er á leið til útlanda og ætlaði að fá að skipta gjaldeyri hjá Arion banka og Íslandsbanka, sínum gamla banka en var tjáð á báðum stöðum að hún yrði að fara í sinn viðskiptabanka. Indó rekur ekkert útibú og fór Lilja að endingu í útibú Arion banka í Leifsstöð og skipti þar krónum fyrir evrur. Hún segist aldrei hafa lent í viðlíka vandræðum við að skipta gjaldeyri áður. Verði að svara áreiðanleikakönnun Vísir sendi viðskiptabönkunum þremur, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn vegna málsins. Í svörum þeirra kemur meðal annar fram að nýjar reglur hafi verið innleiddar þar sem þess er krafist að þeir sem eigi í gjaldeyrisviðskiptum við bankanna hafi svarað svokallaðri áreiðanleikakönnun. Í svörum frá Arion banka segir að á meðal þeirra lagaskyldna sem hvíli á bankanum sé að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum bankans, hafa eftirlit með uppruna fjármuna og tryggja að viðskipti séu rekjanleg. Skyldurnar séu liður í almennum vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Vegna þessa teljum við okkur ekki kleift að eiga í reiðufjárviðskiptum í útibúum bankans við aðra en þá sem hafa farið í gegnum áreiðanleikakönnun hjá okkur. Við tókum þetta verklag upp árið 2020 og nýverið hertum við á reglunum.“ Eðli málsins samkvæmt gildi aðeins rýmri reglur í útibúi bankans á Keflavíkurflugvelli. Þar sé gegn framvísun brottfaraspjalds, heimilt að kaupa og selja gjaldeyri fyrir að hámarki 500 þúsund krónum og að hámarki einni milljón króna á sex mánaða tímabili. Undantekningalaust þurfi að gefa upp fullt nafn, fæðingardag og eftir atvikum kunni bankinn að óska frekari upplýsinga svo framkvæma megi viðskiptin. Bankarnir segjast hlýta nýjum lögum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með nýju reglunum. Svör Íslandsbanka eru á svipaðan veg. Bankinn starfi í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskiptavinir þurfi því að svara áreiðanleikakönnun. „Um gjaldeyrisviðskipti á þetta við: • Hægt er að kaupa gjaldeyri hjá gjaldkera ef þú ert búin að vera með virk launaviðskipti í 3 mánuði eða ert með langtímasparnað. • Hægt er að kaupa gjaldeyri í hraðbanka með rafrænum skilríkjum ef viðkomandi á sparnaðarreikning.“ Í svörum Landsbankans segir að bankinn hafi gert breytingar á reiðufjárþjónustu sinni í vor. Þeim breytingum hafi verið ætlað að uppfylla kröfur varðandi eftirlit með peningaþvætti, en einnig að sögn bankans til þess að stuðla að betri þjónustu við viðskiptavini. „Í hnotskurn fólust breytingarnar í því að hverskyns notkun peningaseðla (reiðufjár) í viðskiptum við og í gegnum Landsbankann eru eingöngu ætluð viðskiptavinum bankans sem hafa svarað lögbundinni áreiðanleikakönnun. Viðskiptavinir annarra banka þurfa að fara með reiðufé í sína viðskiptabanka. Það tekur reyndar bara nokkrar mínútur að stofna til viðskipta við Landsbankann og svara áreiðanleikakönnuninni og því getur fólk sem kemur í útibú, en er ekki í viðskiptum, stofnað til viðskipta við Landsbankann á staðnum og klárað málið.“ Fullyrt er í svörum bankans að viðskiptavinir hans séu með mjög gott aðgengi að reiðufjárþjónustu um allt land, þar með talið vegna viðskipta með erlent fé. Rétt sé að taka fram að viðskiptavinir greiði ekkert gjald fyrir að taka út reiðufé af reikningum sínum hjá bankanum, hvorki þegar þeir noti debetkort í hraðbanka né hjá gjaldkera. Uppfært 9:14: Athugasemd frá Landsbankanum Breytingarnar í vor snerust um að hvers kyns notkun peningaseðla í viðskiptum við og í gegnum Landsbankann eru eingöngu fyrir viðskiptavini sem hafa svarað lögbundinni áreiðanleikakönnun. Þetta á bæði við um íslenskar krónur og erlendan gjaldeyri. Vegna vangaveltna um hvers vegna þessar breytingar hafi tekið gildi nú í vor, er rétt að taka fram að það var gert í kjölfar samskipta við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sem hefur eftirlit með og tekur reglulega út varnir fjármálafyrirtækja gegn peningaþvætti. Frá því lög um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi árið 2019 höfum við nokkrum sinnum breytt og hert á verklagi. Ef einstaklingur kemur í bankann og vill skipta erlendum seðlum þá er það einfalt mál. Það eina sem þarf að gera er að gerast viðskiptavinur bankans. Það er t.d. hægt að gera með því að ná í Landsbankaappið, svara áreiðanleikakönnun og stofna reikning. Þetta er ókeypis, mjög fljótlegt og afar einfalt. Lögin hafi verið í gildi síðan 2018 Haukur Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Indó, sparisjóðsins sem hóf rekstur sinn í upphafi ársins, segir í samtali við Vísi að sér finnist áhugavert að viðskiptabankarnir þrír beri fyrir sig lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem hafi verið í gildi síðan 2018. Ljóst sé að breytingar á þessum reglum komi niður á viðskiptavinum Indó. „Mér finnst merkilegt að fyrst þegar fólk er farið að taka eftir okkur á markaði að þá rjúki menn til fimm árum seinna og setji þetta af stað. Hvers vegna voru menn þá ekki löngu búnir að þessu?“ Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó, segir það áhugavert að bankarnir beri fyrir sig fimm ára gömul lög vegna nýrra reglna um gjaldeyrisviðskipti. Vísir/Vilhelm Væri áhugavert að fá skoðun Samkeppniseftirlitsins Haukur segir engan vafa á því að það sé bundið í lög að bönkum beri að gera áreiðanleikakönnun á sínum viðskiptavinum. Hann segist ekki sannfærður um að það eitt og sér að skipta nokkrum þúsund köllum í erlenda mynt kalli á slíka könnun. „Og ef svo, þá ætti að vera auðvelt að koma slíku við. Það má alveg benda á að fólk getur engu að síður skipt seðlum hjá Arion í Leifsstöð án vandkvæða og þá virðist þetta ekki gilda þar. Hvernig sem á það er litið virðist þetta vera tilraun til samkeppnishindrana.“ Hann bendir á að bankarnir hafi fyrir sex árum síðan gert sátt við Samkeppniseftirlitið um að þeir myndu grípa til að gerða til þess að auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað. „Þannig að ég myndi nú halda að það væri afskaplega áhugavert að fá álit Samkeppniseftirlitsins á því hvernig þessar tálmanir samrýmist þessari sátt. Vegna þess að ef þú ætlar að auðvelda fólki að færa launareikningsviðskipti sín en á sama tíma taka fyrir alla þjónustu, þá ertu í raun bara að hneppa fólk í fjötra.“ Haukur segist ekki telja það tilviljun að bankarnir setji á slíkar reglur eftir tilkomu Indó á markaðinn. Tilgangur Indó á markaði sé að brjóta upp núverandi viðskiptaumhverfi banka. „Mér finnst það engin tilviljun að bankarnir byrji allir að gera þetta þegar þeir eru farnir að finna fyrir okkar tilvist og í stað þess að bregðast við með því að heita viðskiptavinum sínum betri þjónustu og reyna að lokka þá, þá er frekar reynt að læsa þá inni. Mér finnst það algjörlega út í hött.“ Útibú myndi henta fáum Hefur það komið tals hjá ykkur að opna útibú til að þjónusta viðskiptavini í þessari aðstöðu? „Það hefur komið tals. En til þess að geta boðið betri kjör, til þess að sleppa færslugjöldum, gjaldeyrisálagi og öllum þessum bullgjöldum sem bankarnir rukka þá þurfum við líka að vera ströng við okkur sjálf. Eitt af okkar prinsippum er að við viljum ekki bjóða þjónustu sem lítill hluti okkar viðskiptavina getur nýtt sér sem er á sama tíma það dýr að allir viðskiptavinirnir þurfi að borga fyrir það.“ Íslenskir bankar Samkeppnismál Neytendur Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi Bítisins á Bylgjunni, lýsti því í þættinum fyrr í vikunni að hún hefði fært viðskipti sín yfir til sparisjóðsins Indó fyrir nokkrum mánuðum. Hún er á leið til útlanda og ætlaði að fá að skipta gjaldeyri hjá Arion banka og Íslandsbanka, sínum gamla banka en var tjáð á báðum stöðum að hún yrði að fara í sinn viðskiptabanka. Indó rekur ekkert útibú og fór Lilja að endingu í útibú Arion banka í Leifsstöð og skipti þar krónum fyrir evrur. Hún segist aldrei hafa lent í viðlíka vandræðum við að skipta gjaldeyri áður. Verði að svara áreiðanleikakönnun Vísir sendi viðskiptabönkunum þremur, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn vegna málsins. Í svörum þeirra kemur meðal annar fram að nýjar reglur hafi verið innleiddar þar sem þess er krafist að þeir sem eigi í gjaldeyrisviðskiptum við bankanna hafi svarað svokallaðri áreiðanleikakönnun. Í svörum frá Arion banka segir að á meðal þeirra lagaskyldna sem hvíli á bankanum sé að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum bankans, hafa eftirlit með uppruna fjármuna og tryggja að viðskipti séu rekjanleg. Skyldurnar séu liður í almennum vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Vegna þessa teljum við okkur ekki kleift að eiga í reiðufjárviðskiptum í útibúum bankans við aðra en þá sem hafa farið í gegnum áreiðanleikakönnun hjá okkur. Við tókum þetta verklag upp árið 2020 og nýverið hertum við á reglunum.“ Eðli málsins samkvæmt gildi aðeins rýmri reglur í útibúi bankans á Keflavíkurflugvelli. Þar sé gegn framvísun brottfaraspjalds, heimilt að kaupa og selja gjaldeyri fyrir að hámarki 500 þúsund krónum og að hámarki einni milljón króna á sex mánaða tímabili. Undantekningalaust þurfi að gefa upp fullt nafn, fæðingardag og eftir atvikum kunni bankinn að óska frekari upplýsinga svo framkvæma megi viðskiptin. Bankarnir segjast hlýta nýjum lögum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með nýju reglunum. Svör Íslandsbanka eru á svipaðan veg. Bankinn starfi í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskiptavinir þurfi því að svara áreiðanleikakönnun. „Um gjaldeyrisviðskipti á þetta við: • Hægt er að kaupa gjaldeyri hjá gjaldkera ef þú ert búin að vera með virk launaviðskipti í 3 mánuði eða ert með langtímasparnað. • Hægt er að kaupa gjaldeyri í hraðbanka með rafrænum skilríkjum ef viðkomandi á sparnaðarreikning.“ Í svörum Landsbankans segir að bankinn hafi gert breytingar á reiðufjárþjónustu sinni í vor. Þeim breytingum hafi verið ætlað að uppfylla kröfur varðandi eftirlit með peningaþvætti, en einnig að sögn bankans til þess að stuðla að betri þjónustu við viðskiptavini. „Í hnotskurn fólust breytingarnar í því að hverskyns notkun peningaseðla (reiðufjár) í viðskiptum við og í gegnum Landsbankann eru eingöngu ætluð viðskiptavinum bankans sem hafa svarað lögbundinni áreiðanleikakönnun. Viðskiptavinir annarra banka þurfa að fara með reiðufé í sína viðskiptabanka. Það tekur reyndar bara nokkrar mínútur að stofna til viðskipta við Landsbankann og svara áreiðanleikakönnuninni og því getur fólk sem kemur í útibú, en er ekki í viðskiptum, stofnað til viðskipta við Landsbankann á staðnum og klárað málið.“ Fullyrt er í svörum bankans að viðskiptavinir hans séu með mjög gott aðgengi að reiðufjárþjónustu um allt land, þar með talið vegna viðskipta með erlent fé. Rétt sé að taka fram að viðskiptavinir greiði ekkert gjald fyrir að taka út reiðufé af reikningum sínum hjá bankanum, hvorki þegar þeir noti debetkort í hraðbanka né hjá gjaldkera. Uppfært 9:14: Athugasemd frá Landsbankanum Breytingarnar í vor snerust um að hvers kyns notkun peningaseðla í viðskiptum við og í gegnum Landsbankann eru eingöngu fyrir viðskiptavini sem hafa svarað lögbundinni áreiðanleikakönnun. Þetta á bæði við um íslenskar krónur og erlendan gjaldeyri. Vegna vangaveltna um hvers vegna þessar breytingar hafi tekið gildi nú í vor, er rétt að taka fram að það var gert í kjölfar samskipta við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sem hefur eftirlit með og tekur reglulega út varnir fjármálafyrirtækja gegn peningaþvætti. Frá því lög um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi árið 2019 höfum við nokkrum sinnum breytt og hert á verklagi. Ef einstaklingur kemur í bankann og vill skipta erlendum seðlum þá er það einfalt mál. Það eina sem þarf að gera er að gerast viðskiptavinur bankans. Það er t.d. hægt að gera með því að ná í Landsbankaappið, svara áreiðanleikakönnun og stofna reikning. Þetta er ókeypis, mjög fljótlegt og afar einfalt. Lögin hafi verið í gildi síðan 2018 Haukur Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Indó, sparisjóðsins sem hóf rekstur sinn í upphafi ársins, segir í samtali við Vísi að sér finnist áhugavert að viðskiptabankarnir þrír beri fyrir sig lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem hafi verið í gildi síðan 2018. Ljóst sé að breytingar á þessum reglum komi niður á viðskiptavinum Indó. „Mér finnst merkilegt að fyrst þegar fólk er farið að taka eftir okkur á markaði að þá rjúki menn til fimm árum seinna og setji þetta af stað. Hvers vegna voru menn þá ekki löngu búnir að þessu?“ Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó, segir það áhugavert að bankarnir beri fyrir sig fimm ára gömul lög vegna nýrra reglna um gjaldeyrisviðskipti. Vísir/Vilhelm Væri áhugavert að fá skoðun Samkeppniseftirlitsins Haukur segir engan vafa á því að það sé bundið í lög að bönkum beri að gera áreiðanleikakönnun á sínum viðskiptavinum. Hann segist ekki sannfærður um að það eitt og sér að skipta nokkrum þúsund köllum í erlenda mynt kalli á slíka könnun. „Og ef svo, þá ætti að vera auðvelt að koma slíku við. Það má alveg benda á að fólk getur engu að síður skipt seðlum hjá Arion í Leifsstöð án vandkvæða og þá virðist þetta ekki gilda þar. Hvernig sem á það er litið virðist þetta vera tilraun til samkeppnishindrana.“ Hann bendir á að bankarnir hafi fyrir sex árum síðan gert sátt við Samkeppniseftirlitið um að þeir myndu grípa til að gerða til þess að auðvelda viðskiptavinum að færa viðskipti sín annað. „Þannig að ég myndi nú halda að það væri afskaplega áhugavert að fá álit Samkeppniseftirlitsins á því hvernig þessar tálmanir samrýmist þessari sátt. Vegna þess að ef þú ætlar að auðvelda fólki að færa launareikningsviðskipti sín en á sama tíma taka fyrir alla þjónustu, þá ertu í raun bara að hneppa fólk í fjötra.“ Haukur segist ekki telja það tilviljun að bankarnir setji á slíkar reglur eftir tilkomu Indó á markaðinn. Tilgangur Indó á markaði sé að brjóta upp núverandi viðskiptaumhverfi banka. „Mér finnst það engin tilviljun að bankarnir byrji allir að gera þetta þegar þeir eru farnir að finna fyrir okkar tilvist og í stað þess að bregðast við með því að heita viðskiptavinum sínum betri þjónustu og reyna að lokka þá, þá er frekar reynt að læsa þá inni. Mér finnst það algjörlega út í hött.“ Útibú myndi henta fáum Hefur það komið tals hjá ykkur að opna útibú til að þjónusta viðskiptavini í þessari aðstöðu? „Það hefur komið tals. En til þess að geta boðið betri kjör, til þess að sleppa færslugjöldum, gjaldeyrisálagi og öllum þessum bullgjöldum sem bankarnir rukka þá þurfum við líka að vera ströng við okkur sjálf. Eitt af okkar prinsippum er að við viljum ekki bjóða þjónustu sem lítill hluti okkar viðskiptavina getur nýtt sér sem er á sama tíma það dýr að allir viðskiptavinirnir þurfi að borga fyrir það.“
Uppfært 9:14: Athugasemd frá Landsbankanum Breytingarnar í vor snerust um að hvers kyns notkun peningaseðla í viðskiptum við og í gegnum Landsbankann eru eingöngu fyrir viðskiptavini sem hafa svarað lögbundinni áreiðanleikakönnun. Þetta á bæði við um íslenskar krónur og erlendan gjaldeyri. Vegna vangaveltna um hvers vegna þessar breytingar hafi tekið gildi nú í vor, er rétt að taka fram að það var gert í kjölfar samskipta við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sem hefur eftirlit með og tekur reglulega út varnir fjármálafyrirtækja gegn peningaþvætti. Frá því lög um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka tóku gildi árið 2019 höfum við nokkrum sinnum breytt og hert á verklagi. Ef einstaklingur kemur í bankann og vill skipta erlendum seðlum þá er það einfalt mál. Það eina sem þarf að gera er að gerast viðskiptavinur bankans. Það er t.d. hægt að gera með því að ná í Landsbankaappið, svara áreiðanleikakönnun og stofna reikning. Þetta er ókeypis, mjög fljótlegt og afar einfalt.
Íslenskir bankar Samkeppnismál Neytendur Bítið Fjármál heimilisins Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira