Meintir njósnarar Rússa handteknir í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 07:47 Þau Orlin Roussev, Katrin Ivanova og Bizer Dzhambazov voru öll handtekin vegna gruns um njósnir og brot á lögum um ríkisleyndarmál. BBC/Facebook/LinkedIn Þrír búlgarskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Bretlandi vegna gruns um að vera njósnarar fyrir Rússa. Þau eru öll tengd íbúð sem er skammt frá herflugvelli í Lundúnum sem konungsfjölskyldan notar. Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum. Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Hin grunuðu, tveir karlar og ein kona, voru handtekin í febrúar og hafa verið í varðhaldi síðan. Þau hafa verið ákærð fyrir að verið með fölsuð persónuskilríki af illum ásetningi og er talið að þau starfi fyrir öryggissveitir Rússa. Meðal skilríkjanna eru vegabréf, persónuskilríki og önnur plögg frá Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Grikklandi og Tékklandi. Í frétt Telegraph eru þau öll þrjú tengd við íbúð í Harrow sem er stutt frá RAF Northolt herflugvellinum. Meðlimir konungsfjölskyldunnar nota flugvöllinn reglulega auk ráðherra og erlendra þjóðarleiðtoga. Brot á lögum um persónuskilríki Auk þremenninganna voru tveir aðrir handteknir vegna gruns um brot á lögum um ríkisleyndarmál (e. Official Secrets Act). Hinum tveimur var sleppt úr haldi en þremenningarnir voru ákærðir í febrúar fyrir brot á lögum um persónuskilríki. Þremenningarnir eru hinn 45 ára Orlin Roussev, búsettur í Great Yarmouth; hinn 41 árs Bizer Dzhambazov, búsettur í Harrow í norðvestur Lundúnum og hin 31 árs Katrin Ivanova sem er búsett í sömu íbúð í Harrow. Þau hafa öll þrjú búið í Bretlandi í þó nokkurn tíma og unnið þar við ýmis störf. Viðskiptasaga í Rússlandi og þjónusta við búlgarska innflytjendur Roussev á sér viðskiptasögu í Rússlandi og flutti árið 2009 til Bretlands og vann þá í þrjú ár í tæknihlutverki við fjármálaþjónustu. Á LinkedIn-síðu Roussev segir að hann hafi átt fyrirtæki sem sérhæfði sig í merkjanjósnum (e. signals intelligence), sem felur í sér hleranir á samskipta- og rafboðum. Þá sagðist hann einnig hafa unnið sem ráðgjafi í búlgarska orkumálaráðuneytinu. Þeim Dzhambazov og Ivanovu var lýst sem pari af nágrönnum í Harrow. Honum var lýst sem bílstjóra fyrir sjúkrahús og hún lýsir sjálfri sér á LinkedIn sem meinatækni hjá heilbrigðisfyrirtæki í einkaþjónustu. Parið flutti til Bretlands fyrir um áratug og rak samtök fyrir búlgarska innflytjendur til að kynna þau fyrir menningu og hefðum bresks samfélags. Samkvæmt búlgörskum skjölum unnu þau einnig fyrir umboðsskrifstofu í Lundúnum sem auðveldaði búlgörskum ríkisborgurum búsettum erlendis að kjósa í búlgörskum kosningum.
Bretland Rússland Búlgaría Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira