„Það er væntanlega með skert ferðafrelsi“ Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 19:54 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir. Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skoði nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Guðrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag og tók þar fyrir að um væri að ræða fínna orð yfir flóttamannabúðir en sagði þó að íbúar úrræðisins myndu væntanlega búa við skert ferðafrelsi að einhverju leyti. Þekkist alls staðar í nágrannalöndum Guðrún segir að það sé skylda samkvæmt Brussel-samningnum um Schengen-samstarfið, sem Ísland á aðild að, að halda úti lokuðu búsetuúrræði. „Við erum eina landið í þessu samstarfi sem uppfyllir ekki þetta skilyrði. Þar með erum við að veikja samstarfið og þátttöku okkar innan Schengen samstarfsins.“ Fólk dvelji jafnvel í nokkur ár Hún segir að ekki sé búið að útfæra hvernig búsetuúrræðið verður takmarkað en segir þó að væntanlega verði íbúar þess sviptir ferðafrelsi að einhverju leyti. Þar nefnir hún til dæmis hugmyndir um að fólk þurfi að melda sig við brottför á morgnanna og heimkomu á kvöldin. „Það er væntanlega með skert ferðafrelsi, það er hér í ólögmætri dvöl,“ segir Guðrún. En hvað getur fólk verið lengi í slíku úrræði? „Það eru dæmi um það í löndunum í kringum okkur að fólk hefur verið töluvert lengi, jafnvel nokkur ár og nágrannaþjóðir okkar allar eru með svona úrræði. Nágrannaþjóðir okkar allar, og þá er ég að tala um Norðurlöndin, eru sömuleiðis öll með svona þjónustuskerðingar eins og við erum hér að taka upp og við erum ekki að gera neitt annað hér núna, íslensk stjórnvöld, en að samræma okkar útlendingalög því sem er að gerast í nágrannalöndunum og löndunum í kringum okkur.“ Viðtal við Guðrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. 14. ágúst 2023 17:00
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13