Úthugsað illvirki Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2023 10:00 Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar