Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 21:56 Guðmundur Ingi og Rósa Guðbjartsdóttir eru ósammála um hvar ábyrgðin liggi. vísir Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10