Ákvörðun Svandísar ekki haft jákvæð áhrif á samstarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir það afstöðu flokksins að banna ekki hvalveiðar. vísir/vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent