Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2023 20:07 Hreinn við listaverkið sitt með gömlu tannburstunum hans sjálfs. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari. Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Garðurinn er við Oddeyrargötu 17 og þar eru allir velkomnir og það, sem meira er, það kostar ekkert inn í garðinn, sem er í einkaeigu. Hreinn Halldórsson, sem býr í húsinu segir garðinn vera einkagalleríið sitt, lifandi undir berum himni. Þar er lofthæðin endalaus og lýsingin síbreytileg. „Þetta er ævintýragarður því hér eru fyrst og fremst ævintýri og ég segi stundum að þetta er uppfullt af prinsum, prinsessum og drottningum en það er hins vegar bara einn kóngur og það er ég sjálfur, þetta er sem sagt mitt kóngsríki,” segir Hreinn hlægjandi. Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 er allur hinn glæsilegasti. Við flest verkin er texti bæði á íslensku og ensku með nafni verksins og úr hvaða ævintýri það er tekið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn segist eiga hvert einasta handtak í garðinum, öll verkin og umhirðu garðsins. „Þetta er opið frá tíu á morgnana og til átta á kvöldin og allt ókeypis. Fólk getur labbað hér um og sést niður og myndað og skoðað. Það má alveg snerta og koma við,” bætir Hreinn við. Það má svo sannarlega taka hattinn ofan fyrir dugnaði Hreins og fyrir að opna garðinn sinn fyrir alla áhugasama. Upplýsingaskilti um garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég hef bara svo gaman af því að sýna verkin mín því að þetta er bara mín aðstaða, þetta er bara eins og mitt einkagallerí þannig séð,” segir Hreinn. Og hver eru viðbrögð fólks þegar það kemur til þín? „Það er bara mjög ánægt, virkilega ánægt og það er svo gaman að segja frá því að þetta er alveg frá því að vera börn og yfir í mjög aldrað fólk, sem á erfitt með að ganga og þess vegna setti ég handrið á tröppur og svona, því að það er að koma hérna allur aldur.” Mikil aðsókn er í garðinn, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum, sem hafa virkilega gaman af því að skoða garðinn og spjalla við Hrein.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn er mjög nýtin með alla hluti því í garðinum eru til dæmis gömlu tannburstarnir hans á einu verkinu. „Já, þetta er það sem ég var búin að nota í fjögur eða fimm ár staðráðinn í að nýta þá. Það byrjaði með því að ég var að henda tannburstanum mínum og held á honum svona, er að láta hann detta í ruslið en þá allt í einu sé ég bara, þetta er svo fallegur litur, ég man enn þá hvaða litur þetta var og þá fór ég að safna þeim og ákvað að nýta þá,” segir Hreinn alsæll með garðinn sinn og hvað fólk hefur gaman af því að skoða hann. Hreinn við nokkur af verkunum, sem hann hefur smíðað og eru í garðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn og garðurinn eru á Facebook
Akureyri Garðyrkja Menning Föndur Styttur og útilistaverk Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira