Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 19:30 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er ánægður með störf lögreglu hingað til á Þjóðhátíð. Vísir/Sara Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“ Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent