Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 11:10 Ránið var framið á bílastæði í Eddufelli. Stöð 2/Einar Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. „Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira