Nýr eigandi Bláhornsins með áfengisverslun í pípunum Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2023 13:58 Víðir Jónasson er stoltur nýr eigandi Bláhornsins. Víðir Jónasson gekk frá kaupum á Bláhorninu, gamalgrónum söluturni í miðborginni, í byrjun júlí. Hann segist vera með það í skoðun að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira