Leikarnir, sem heita World University Games á ensku, fóru fram í Kína á dögunum og hundrað metra hlaup kvenna vakti þar mikla athygli.
Ástæðan er eini keppandinn frá Sómalíu sem heitir fullu nafni Nasro Ali Abukar.
Abukar komst ekki í mark fyrr en eftir 21,81 sekúndu og tryggði sér þar með metið yfir tímafrekasta 100 metra hlaup sögunnar.
En hvernig kemst svona vanhæfur keppandi inn á leikana? Það er ekkert skrýtið að sumir spyrji þeirrar spurningar enda leit Abukar ekki fyrir að hafa hlaupið áður í keppni. Form og hraði algjörlega ábótavant.
Augljósa ástæðu fundu menn í tengslaneti Ali Abukar. Ali Abukar er skyld háttsettum aðila í frjálsíþróttasambandi Sómalíu.
Það má annars sjá þetta furðulega hlaup með því að fletta hér fyrir neðan.