Fánaflöggun sé ekki þjóðremba: „Við eigum ekki að fela fánann okkar“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 19:30 Þorsteinn vill að Íslendingar taki Dani til fyrirmyndar varðandi fánann sinn. Vísir/Vilhelm Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni, finnst Íslendingar of íhaldssamir varðandi fánann sinn. Hann segir fánaflöggun ekki merki um þjóðrembu og að Íslendingar ættu að flagga við flest tilefni. „Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman. Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
„Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman.
Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira