Facebook fer í hart og fjarlægir allar fréttir í Kanada Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 12:44 Meta hefur ekki áhuga á því að greiða fréttamiðlum fyrir notkun á efni þeirra. EPA/JOHN G. MABANGLO Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum. Þetta tilkynnti Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, í gær en fyrirtækið hefur nýverið prófað að takmarkað þann fjölda frétta sem birtast hjá hluta notenda í Kanada. Aðgerðin er svar Meta við nýrri kanadískri löggjöf sem neyðir tæknirisa til að ganga til samninga við þarlend fjölmiðlafyrirtæki og greiða fyrir fréttaefni sem er deilt eða endurnýtt á miðlum þeirra. Með þessari ákvörðun hyggst Facebook komast alfarið hjá því að greiða fjölmiðlum fyrir efni sitt. Löggjöfin tók gildi fyrr í sumar og er ætlað að styrkja fjárhagslega stöðu fjölmiðla sem hafa margir hverjir misst auglýsingatekjur yfir til samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram. Telur talsfólk frumvarpsins eðlilegt að Meta deili hluta auglýsingatekna sinna þar sem fréttaefni sé notað á miðlum fyrirtækisins til að draga að notendur og selja þannig fleiri auglýsingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook lokar fyrir dreifingu frétta á miðlinum en fyrirtækið greip til svipaðrar aðgerðar í Ástralíu árið 2021 eftir að ný lög gerðu tæknirisum að greiða fyrir fréttaefni. Eftir viðræður og breytingar á löggjöfinni náðist samkomulag milli Facebook og ástralskra stjórnvalda sem leiddi til þess að aftur var opnað fyrir fréttadeilingar. Facebook bæti hag fjölmiðla Talskona Meta í Kanada segir fyrirtækið lengi hafa gert athugasemdir við lagafrumvarpið. „Lagasetningin grundvallast á þeirri ósönnu forsendu að Meta hagnist með ósanngjörnum hætti á fréttaefni sem deilt er á okkar miðlum, þegar raunin er einmitt hið gagnstæða.“ Fréttamiðlar velji að deila efni sínu á Facebook og Instagram til þess að stækka lesendahóp sinn og auka tekjur sínar. „Á sama tíma vitum við að fólk sem notar miðla okkar kemur ekki þangað til að nálgast fréttir,“ hefur kanadíski miðilinn CTV eftir Rachel Curran. Hátt í tuttugu þúsund blaðamenn misst vinnuna Kanadísk stjórnvöld segja löggjöfina jafna leikinn milli risafyrirtækja á borð við Meta sem selji stóran hlut allra auglýsinga á netinu, og fjölmiðlageirans sem hafi þurft að þola mikinn samdrátt. Að sögn stjórnvalda hafa hátt í 500 fréttamiðlar hætt rekstri í Kanada frá árinu 2008 og yfir 20 þúsund blaðamenn misst lífsviðurværi sitt á sama tíma og milljarða auglýsingatekjur haldi áfram að streyma til Meta og Google. Saman raka fyrirtækin tvö til sín um 80 prósentum af öllum netauglýsingatekjum í Kanada, að því er fram kemur í frétt CTV. Forseti News Media Canada, samtaka fjölmiðlafyrirtækja, segir ákvörðun Meta koma til með að skaða notendaupplifun á Facebook og draga úr tekjumöguleikum miðilsins. „Án aðgangs að fréttum sem hafa verið sannreyndar af alvöru blaðamönnum mun Facebook verða síðri kostur fyrir notendur og auglýsendur,“ sagði Paul Deegan í yfirlýsingu. „Við gerum ráð fyrir því að fleiri og fleiri auglýsendur muni hætta að kaupa auglýsingar á miðlinum til að bregðast við þessari einhliða, ólýðræðislegu og óhóflegu aðgerð.“ Kanada Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. 6. desember 2022 08:35 Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þetta tilkynnti Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, í gær en fyrirtækið hefur nýverið prófað að takmarkað þann fjölda frétta sem birtast hjá hluta notenda í Kanada. Aðgerðin er svar Meta við nýrri kanadískri löggjöf sem neyðir tæknirisa til að ganga til samninga við þarlend fjölmiðlafyrirtæki og greiða fyrir fréttaefni sem er deilt eða endurnýtt á miðlum þeirra. Með þessari ákvörðun hyggst Facebook komast alfarið hjá því að greiða fjölmiðlum fyrir efni sitt. Löggjöfin tók gildi fyrr í sumar og er ætlað að styrkja fjárhagslega stöðu fjölmiðla sem hafa margir hverjir misst auglýsingatekjur yfir til samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram. Telur talsfólk frumvarpsins eðlilegt að Meta deili hluta auglýsingatekna sinna þar sem fréttaefni sé notað á miðlum fyrirtækisins til að draga að notendur og selja þannig fleiri auglýsingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook lokar fyrir dreifingu frétta á miðlinum en fyrirtækið greip til svipaðrar aðgerðar í Ástralíu árið 2021 eftir að ný lög gerðu tæknirisum að greiða fyrir fréttaefni. Eftir viðræður og breytingar á löggjöfinni náðist samkomulag milli Facebook og ástralskra stjórnvalda sem leiddi til þess að aftur var opnað fyrir fréttadeilingar. Facebook bæti hag fjölmiðla Talskona Meta í Kanada segir fyrirtækið lengi hafa gert athugasemdir við lagafrumvarpið. „Lagasetningin grundvallast á þeirri ósönnu forsendu að Meta hagnist með ósanngjörnum hætti á fréttaefni sem deilt er á okkar miðlum, þegar raunin er einmitt hið gagnstæða.“ Fréttamiðlar velji að deila efni sínu á Facebook og Instagram til þess að stækka lesendahóp sinn og auka tekjur sínar. „Á sama tíma vitum við að fólk sem notar miðla okkar kemur ekki þangað til að nálgast fréttir,“ hefur kanadíski miðilinn CTV eftir Rachel Curran. Hátt í tuttugu þúsund blaðamenn misst vinnuna Kanadísk stjórnvöld segja löggjöfina jafna leikinn milli risafyrirtækja á borð við Meta sem selji stóran hlut allra auglýsinga á netinu, og fjölmiðlageirans sem hafi þurft að þola mikinn samdrátt. Að sögn stjórnvalda hafa hátt í 500 fréttamiðlar hætt rekstri í Kanada frá árinu 2008 og yfir 20 þúsund blaðamenn misst lífsviðurværi sitt á sama tíma og milljarða auglýsingatekjur haldi áfram að streyma til Meta og Google. Saman raka fyrirtækin tvö til sín um 80 prósentum af öllum netauglýsingatekjum í Kanada, að því er fram kemur í frétt CTV. Forseti News Media Canada, samtaka fjölmiðlafyrirtækja, segir ákvörðun Meta koma til með að skaða notendaupplifun á Facebook og draga úr tekjumöguleikum miðilsins. „Án aðgangs að fréttum sem hafa verið sannreyndar af alvöru blaðamönnum mun Facebook verða síðri kostur fyrir notendur og auglýsendur,“ sagði Paul Deegan í yfirlýsingu. „Við gerum ráð fyrir því að fleiri og fleiri auglýsendur muni hætta að kaupa auglýsingar á miðlinum til að bregðast við þessari einhliða, ólýðræðislegu og óhóflegu aðgerð.“
Kanada Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. 6. desember 2022 08:35 Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. 6. desember 2022 08:35
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04