Ása búin að tala við Rex Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 23:30 Ása sótti um skilnað. Að sögn lögmanns hennar er hætta á að hún flækist inn í skaðabótamál vegna sameiginlegs fjárhags. Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. Þetta staðfesti Robert Macedonio, lögmaður Ásu, í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. „Þetta hafa verið mjög stutt samtöl. Allt er tekið upp. Hún má ekkert ræða um efni ákærunnar og lögmenn hans vilja það ekki heldur,“ sagði Macedonio. Ása sjálf hefur ekki verið ákærð og er ekki talin hafa átt neinn þátt í morðunum sem kennd eru við Gilgo ströndina þar sem lík ellefu manneskja hafa fundist. Saksóknarar málsins telja að hún hafi verið utanbæjar í öll skiptin sem morðin voru framin. Ása hefur þegar sótt um skilnað frá Heuermann og hefur undirritað pappíra þess efnis á sýslumannsskrifstofu í Long Island. Gæti flækst í málaferli Að sögn Macedonio snýst skilnaðurinn hins vegar ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur er hann gerður strax til að tryggja að Ása flækist ekki inn í málaferli. Það er væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. „Við búumst við að það verði málaferli, fjárhagsleg mál sem hún gæti flækst inn í,“ sagði Macedonio. „Hún þarf að einblína á sjálfa sig og börnin sín til að komast í gegnum þetta. Réttarhöldin gætu tekið tvö eða þrjú ár og hún verður að halda áfram með líf sitt og barna sinna. Hvernig sem þetta fer þá mun hún taka á því á þeim tíma.“ Rúm milljón krónur safnast Heimili Ásu og Rex í Massapequa Park hefur verið nær eyðilagt í leit lögreglunnar að sönnunargögnum. Ekki nóg með að húsgögn eins og rúm og sófar hafi verið tættir í sundur. Þá hafa gólffjalir og klæðningar á veggjum verið rifnar af. Ása og fjölskylda hennar hafa fengið stuðning frá fjölskyldu raðmorðingjans Keith Jesperson, sem kallaður var broskalla morðinginn (Happy Face Killer). Melissa Moore, dóttir Jepserson, hóf hópfjármögnun fyrir Ásu og hafa þegar safnast meira en 8 þúsund Bandaríkjadalir, eða rúm ein milljón króna. Alls hafa 250 manns gefið til söfnunarinnar. „Hún er ábyggilega ein af fáum sem hafa verið í sömu sporum og Ása, en faðir hennar var handtekinn og dæmdur fyrir að myrða að minnsta kosti átta konur,“ sagði Macedonio um Moore. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta staðfesti Robert Macedonio, lögmaður Ásu, í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. „Þetta hafa verið mjög stutt samtöl. Allt er tekið upp. Hún má ekkert ræða um efni ákærunnar og lögmenn hans vilja það ekki heldur,“ sagði Macedonio. Ása sjálf hefur ekki verið ákærð og er ekki talin hafa átt neinn þátt í morðunum sem kennd eru við Gilgo ströndina þar sem lík ellefu manneskja hafa fundist. Saksóknarar málsins telja að hún hafi verið utanbæjar í öll skiptin sem morðin voru framin. Ása hefur þegar sótt um skilnað frá Heuermann og hefur undirritað pappíra þess efnis á sýslumannsskrifstofu í Long Island. Gæti flækst í málaferli Að sögn Macedonio snýst skilnaðurinn hins vegar ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur er hann gerður strax til að tryggja að Ása flækist ekki inn í málaferli. Það er væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. „Við búumst við að það verði málaferli, fjárhagsleg mál sem hún gæti flækst inn í,“ sagði Macedonio. „Hún þarf að einblína á sjálfa sig og börnin sín til að komast í gegnum þetta. Réttarhöldin gætu tekið tvö eða þrjú ár og hún verður að halda áfram með líf sitt og barna sinna. Hvernig sem þetta fer þá mun hún taka á því á þeim tíma.“ Rúm milljón krónur safnast Heimili Ásu og Rex í Massapequa Park hefur verið nær eyðilagt í leit lögreglunnar að sönnunargögnum. Ekki nóg með að húsgögn eins og rúm og sófar hafi verið tættir í sundur. Þá hafa gólffjalir og klæðningar á veggjum verið rifnar af. Ása og fjölskylda hennar hafa fengið stuðning frá fjölskyldu raðmorðingjans Keith Jesperson, sem kallaður var broskalla morðinginn (Happy Face Killer). Melissa Moore, dóttir Jepserson, hóf hópfjármögnun fyrir Ásu og hafa þegar safnast meira en 8 þúsund Bandaríkjadalir, eða rúm ein milljón króna. Alls hafa 250 manns gefið til söfnunarinnar. „Hún er ábyggilega ein af fáum sem hafa verið í sömu sporum og Ása, en faðir hennar var handtekinn og dæmdur fyrir að myrða að minnsta kosti átta konur,“ sagði Macedonio um Moore.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36
Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06