Er ég upp á punt? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. ágúst 2023 09:31 Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“. Reynum að setja okkur í spor barna með sértækar vitsmunaþarfir eða aðrar sértækar þarfir sem ná ekki að fylgja almennu námsefni. Þeim er mörgum gert að sitja í fjölmennum bekk og eiga að gera það sama og hinir, sumir kannski með stuðningsfulltrúa við hlið sér. Ef þú getur ekki lært það sama og hinir með þeim aðferðum sem verið er að kenna, ertu í raun að sitja í bekknum meira sem punt, kannski til að hægt sé að segja að grunnskólinn sé sannarlega „skóli án aðgreiningar“. Þessi börn upplifa einmitt aðgreiningu í skóla án aðgreiningar, en ekki í skóla, sérskóla þar sem þörfum, vonum og væntingum barnsins er sinnt í samræmi við getu og færni þess. Fyrirkomulagið „skóli án aðgreiningar“ er ekki útbúinn til að geta sinnt þörfum allra barna. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum og skóla- og frístundarsviði. Hugsunin falleg og vel meint en hún krefst fjármagns Hugsunin um skóla án aðgreiningar hljómar fallega og er vel meint en hún er ekki að þjóna hagsmunum allra barna. Það er eins og hugmyndin hafi verið framkvæmd án þess að vera hugsuð til hlítar bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum. Hvernig var reiknað með að mæta þörfum barna með vitsmunalega fötlun í „skóla án aðgreiningar“ þannig að þau geti notið sín þegar skólar eru vanbúnir til verksins eins og raun ber vitni? Aðstæður eru langt því frá að vera fullnægjandi í mörgum skólum til að hægt sé að sinna svo fjölbreyttum hópi nemenda og skortur er á fagfólki. Góður hópur foreldra fatlaðra barna hafa tjáð sig um þetta fyrir hönd barna sinna og Flokkur fólksins vill að hlustað sé á foreldra. Foreldrar óska þess eins að börnum þeirra líði vel, að þeim hlakki til að fara í skólann. Sérhvert barn þarf að geta eignast vini og fundið sig sem hluta af hópi. Til að öðlast sjálfstraust og öryggi þurfa börn að finna til sín námslega og félagslega. Ekkert barn á að þurfa að þjást vegna einstrengingslegrar stefnu um „skóla án aðgreiningar“. Skólaaðstæðurnar þurfa að vera sniðnar að þörfum barnsins til þess að það geti blómstrað. Sá kvíði sem mörg börn glíma við sem birtist í kvíða og skólaforðun má í mörgum tilfellum rekja beint til þess að þau eru látin vera í aðstæðum sem þeim líður illa í og finna sig ekki með jafningjum. Flokkur fólksins vill fjölga sérúrræðum innan heimaskólanna sem utan sem og sérskólum eftir því sem þörf er á. Hér er átt við úrræði eins og Klettaskóli og Brúarskóli en báðir þessir skólar eru löngu sprungnir og biðlisti í þá er langur. Foreldrar þekkja barnið sitt best og borginni ber að bjóða þeim upp á val fyrir barnið sitt. Foreldrar eiga að hafa val um að velja besta skólaúrræði og skólaaðstæður sem hentar barni þeirra. Það voru mistök að herða inntökuskilyrði í sérskólann á sínum tíma og með því var brotin jafnræðisregla stjórnarskrárinnar. Hagsmunir þeirra eiga ávallt að ráða. Það á ekki að þrýsta barni í aðstæður þar sem það einangrast, líður illa og finnur fyrir vanmætti og kvíða jafnvel árum saman, alla skólagönguna. Grunnskólinn á að vera fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun