Náði að koma sér út á svalir þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 06:21 Rafhlaupahjólið sem um ræðir. Vísir/slökkvilið Eldur kviknaði í íbúð á 3. hæð við Hringbraut í Reykjavík í nótt og er talið að hann hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Íbúi komst út á svalir en nágranni sem kom til aðstoðar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“ Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent