Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 17:03 Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta voru öll dáin í gerðinu þegar Askur sneri til baka. Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. „Þetta er gjörsamlega búið að snúa lífinu á hvolf. Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum. Mér finnst ég ekki vera öruggur heima hjá mér og mun örugglega aldrei finna fyrir öryggi þar aftur nema hægt verði að útiloka að svona lagað geti gerst aftur,“ segir Askur. Askur býr á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Hann er 23 ára gamall og starfar sem hundaþjálfari. Engir áverkar Þennan umrædda dag fór Askur í fimm tíma ferð að heiman en hundarnir voru úti í gerði á meðan. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky og þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta. Þegar Askur sneri aftur fann hann þau öll dáin. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ segir Askur. Gas, rafmagn eða eitur Askur segir að fyrsti dýralæknirinn sem hann talaði við hafi sagt að þetta gæti ekki hafa gerst vegna eitrunar. Ekkert eitur væri til sem myndi virka á svo skömmum tíma. Sá dýralæknir taldi hitakast líklegustu ástæðuna. Askur segist hins vegar hafa gengið úr skugga um að í gerðinu væri nóg af vatni og nóg af skugga ef ske kynni að hundunum yrði of heitt. Askur er 23 ára hundaþjálfari í Breiðdal. „Dýralæknar sem ég hef talað við eftir það hafa allir verið ósammála fyrsta dýralækninum og fundist gas, rafmagn eða eitrun líklegasta skýringin,“ segir Askur. Bíða niðurstöðu krufninga Að ráðleggingu dýralæknis voru hundarnir ekki frystir heldur kældir. Þurfti Askur að tæma ísskápinn til að koma tveimur þeirra fyrir þar. Eftir helgina var þeim svo komið í flug á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar eru þeir krufðir en Askur segist enn þá vera að bíða niðurstöðunnar. „Eina sem mig grunar er hreinlega að einhver hafi komið og drepið þau en á sama tíma vill ég ekki trúa að fólk sé nógu illa innrætt til þess,“ segir Askur. Hundunum hafi þó aldrei verið hótað. Ómetanlegur stuðningur fjölskyldu og vina Askur segist ekki vita hvað tekur nú við. Hundarnir hafi verið honum allt, fjölskylda, vinir, vinna og áhugamál. „Ef kemur í ljós að hundarnir hafi verið drepnir fer ég með þetta beint til lögreglunnar en þangað til er bara einn dagur tekinn í einu,“ segir Askur. Hann segist virkilega þakklátur fyrir stuðning móður sinnar og vina. Einnig er hann þakklátur fyrir að ekki allir hundarnir hans hafi dáið því einhverjir voru með honum í bílferðinni þegar atvikið átti sér stað. „Þau eru ástæðan fyrir því að ég er enn á lífi í dag og hafa hjálpað mér óendanlega mikið í gegnum þetta,“ segir hann að lokum. Komið til lögreglu Að sögn Sigurborgar Daðadóttur, yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun, er verið að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir hundunum. Krufning hafi farið fram og málið sé nú komið til lögreglu. Sigurborg segir málið ekki eiga sér fordæmi á Íslandi. Fjarðabyggð Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega búið að snúa lífinu á hvolf. Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum. Mér finnst ég ekki vera öruggur heima hjá mér og mun örugglega aldrei finna fyrir öryggi þar aftur nema hægt verði að útiloka að svona lagað geti gerst aftur,“ segir Askur. Askur býr á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal, upp af Breiðdalsvík á Austfjörðum. Hann er 23 ára gamall og starfar sem hundaþjálfari. Engir áverkar Þennan umrædda dag fór Askur í fimm tíma ferð að heiman en hundarnir voru úti í gerði á meðan. Þetta voru sex Síberíu Husky, einn Alaska husky og þrír Border Collie og Síberíu Husky blendingar. Katla, Anett, Alpha, Nome, Lupo, Lunatic, Nagli, Lúsía, Navi og Lágfóta. Þegar Askur sneri aftur fann hann þau öll dáin. „Það voru engir sjáanlegir áverkar. Ég þreifaði sjálfur á hundunum og fór svo út um allt gerðið í leit að einhverju sem gæti mögulega hafa orðið þeim að bana en fann ekkert,“ segir Askur. Gas, rafmagn eða eitur Askur segir að fyrsti dýralæknirinn sem hann talaði við hafi sagt að þetta gæti ekki hafa gerst vegna eitrunar. Ekkert eitur væri til sem myndi virka á svo skömmum tíma. Sá dýralæknir taldi hitakast líklegustu ástæðuna. Askur segist hins vegar hafa gengið úr skugga um að í gerðinu væri nóg af vatni og nóg af skugga ef ske kynni að hundunum yrði of heitt. Askur er 23 ára hundaþjálfari í Breiðdal. „Dýralæknar sem ég hef talað við eftir það hafa allir verið ósammála fyrsta dýralækninum og fundist gas, rafmagn eða eitrun líklegasta skýringin,“ segir Askur. Bíða niðurstöðu krufninga Að ráðleggingu dýralæknis voru hundarnir ekki frystir heldur kældir. Þurfti Askur að tæma ísskápinn til að koma tveimur þeirra fyrir þar. Eftir helgina var þeim svo komið í flug á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar eru þeir krufðir en Askur segist enn þá vera að bíða niðurstöðunnar. „Eina sem mig grunar er hreinlega að einhver hafi komið og drepið þau en á sama tíma vill ég ekki trúa að fólk sé nógu illa innrætt til þess,“ segir Askur. Hundunum hafi þó aldrei verið hótað. Ómetanlegur stuðningur fjölskyldu og vina Askur segist ekki vita hvað tekur nú við. Hundarnir hafi verið honum allt, fjölskylda, vinir, vinna og áhugamál. „Ef kemur í ljós að hundarnir hafi verið drepnir fer ég með þetta beint til lögreglunnar en þangað til er bara einn dagur tekinn í einu,“ segir Askur. Hann segist virkilega þakklátur fyrir stuðning móður sinnar og vina. Einnig er hann þakklátur fyrir að ekki allir hundarnir hans hafi dáið því einhverjir voru með honum í bílferðinni þegar atvikið átti sér stað. „Þau eru ástæðan fyrir því að ég er enn á lífi í dag og hafa hjálpað mér óendanlega mikið í gegnum þetta,“ segir hann að lokum. Komið til lögreglu Að sögn Sigurborgar Daðadóttur, yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun, er verið að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir hundunum. Krufning hafi farið fram og málið sé nú komið til lögreglu. Sigurborg segir málið ekki eiga sér fordæmi á Íslandi.
Fjarðabyggð Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Hundadauðinn kominn á borð lögreglu Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim. 27. júlí 2023 18:59