Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 12:31 Forsvarsmenn OpenAI hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna við að sía úr tungumálalíkönum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks.
Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira