Eftirlýstur maður með barefli, bílvelta og brennandi kofi Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 06:34 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt og gistu sjö manns fangaklefa vegna ýmissa brota. Vísir/Vilhelm Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Þar segir að sjö manns hafi gist fangaklefa fyrir hin ýmsu brot. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira