Íslenskt Oppenheimer Castro-fíaskó: Skondin tengsl Íslands við Oppenheimer Nökkvi Dan Elliðason skrifar 23. júlí 2023 16:00 „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Myndlist Kúba Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun