Heimagert ekki endilega betra Hugrún Elvarsdóttir skrifar 20. júlí 2023 17:00 Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands. Nærtækast væri að ráðast hratt og örugglega í einföldun á regluverki en því miður er það óskilvirkni hins opinbera sem veldur því að Ísland stendur í stað í 16. sæti í árlegri samkeppnishæfniúttekt IMD árið 2023 samkvæmt samantekt Viðskiptaráðs. Neikvæð þróun regluverks vegur þar þungt og kemur fyrst og fremst niður á fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Regluverkið í kringum loftslagsmálin er þar engin undantekning. Atvinnulífið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld innleiði ekki EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nágrannalöndin og setji ekki heimagerð ákvæði í frumvörp án þess að greina hvaða afleiðingar þau geti haft. Samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs kemur í ljós að íslensk fyrirtæki búa við mun meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þeirra fjölmörgu reglugerða ESB sem hafa verið innleiddar eða stendur til að innleiða á sviði sjálfbærni hér á landi. Hér má nefna tilskipun um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga, sem var innleidd með víðtækara gildissviði hérlendis en í Evrópu. Heimagert íslenskt ákvæði olli því að átta sinnum fleiri íslensk fyrirtæki þurfa að fylgja reglunum en tilskipunin sjálf mælir fyrir um. Þessi heimagerða regla hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna frá árinu 2016, samkvæmt greiningu Viðskiptaráðs. Heimagerðar íslenskar reglur fela ekki einungis í sér mikinn kostnað og tímatap heldur geta þær líka skert athafnafrelsi fyrirtækja, dregið úr hagvexti og alþjóðlegri samkeppnishæfni og þannig stofnað fjölda starfa í hættu. Auk neikvæðrar þróunar regluverks hafa opinber fjármál fallið niður um 24 sæti á fjórum árum. Samhliða því hefur atvinnulífið misst trúna á að opinbert fjármagn sé notað á skilvirkan hátt. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að tryggja þarf aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins til að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skili tilætluðum árangri. Enn er til að mynda óbirt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera. Ógagnsæi ríkir því um hvert það fjármagn fer, sem innheimt er í nafni grænna skatta og tilgangur og markmið skattheimtunnar því óskýr. Leiðin að bættum árangri Íslands í loftslagsmálum felst í forgangsröðun verkefna. Það er mikilvægt að skilvirkni hins opinbera, heimagerðar reglur og ráðstöfun opinberra fjármuna séu ekki dragbítur á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Höfundur er verkefnastjóri á efnahags- og samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun