StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar 6. mars 2025 12:31 Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun