Bandarískur kjarnorkukafbátur við Ísland Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. júlí 2023 15:51 Tveir áhafnarmeðlimir baksa ofan á USS Delaware. Landhelgisgæslan fylgist vel með í bakgrunni. Landhelgisgæslan Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn. Þetta segir í færslu Utanríkisráðuneytisins á Facebook. Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið í samræmi við settar verklagsreglur. Samkvæmt tilkynningunni gekk vel að flytja mennina um borð. Var það gert nokkra kílómetra utan við Helguvík. Kafbáturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og ber því ekki kjarnavopn. Kjarnorkukafbáturinn USS Delaware og varðskipið Þór við Helguvík í dag.Landhelgisgæsla Íslands Kafbátaheimsóknir verði tíðari Þetta er í annað sinn sem kjarnorkuknúinn kafbátur bandaríska sjóhersins kemur í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi frá 18. apríl síðastliðinn. Þá tilkynnti utanríkisráðherra að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar. Ákvörðunin var þá sögð vera liður í stefnu íslenskra stjórnvalda að styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ sagði í tilkynningu sem birtist 18. apríl á vef Stjórnarráðsins. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Kjarnorka Vogar Tengdar fréttir Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. 26. apríl 2023 18:16 Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. 18. apríl 2023 12:29 Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Þetta segir í færslu Utanríkisráðuneytisins á Facebook. Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið í samræmi við settar verklagsreglur. Samkvæmt tilkynningunni gekk vel að flytja mennina um borð. Var það gert nokkra kílómetra utan við Helguvík. Kafbáturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og ber því ekki kjarnavopn. Kjarnorkukafbáturinn USS Delaware og varðskipið Þór við Helguvík í dag.Landhelgisgæsla Íslands Kafbátaheimsóknir verði tíðari Þetta er í annað sinn sem kjarnorkuknúinn kafbátur bandaríska sjóhersins kemur í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi frá 18. apríl síðastliðinn. Þá tilkynnti utanríkisráðherra að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar. Ákvörðunin var þá sögð vera liður í stefnu íslenskra stjórnvalda að styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ sagði í tilkynningu sem birtist 18. apríl á vef Stjórnarráðsins.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Kjarnorka Vogar Tengdar fréttir Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. 26. apríl 2023 18:16 Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. 18. apríl 2023 12:29 Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. 26. apríl 2023 18:16
Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. 18. apríl 2023 12:29
Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. 18. apríl 2023 11:09