Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:10 Sigrún Árnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan 2019. aðsend Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“ Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“
Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36