Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:10 Sigrún Árnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Félagsbústaða síðan 2019. aðsend Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“ Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Stefán Gauti Stefánsson, sem er á fimmtugsaldri og með MS sjúkdóminn, leigir íbúð á vegum Félagsbústaða. Stefán lýsti því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að hann hafi ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. 450 íbúðir sérstaklega fyrir fatlað fólk Stefán sagði þá að Félagsbústaðir hafi logið því að honum að íbúðin sem hann fékk úthlutað væri sérstaklega ætluð hreyfhömluðum og fólki í hjólastól. Það sé ekki rétt enda komist hann hvorki inn á baðherbergi né inn í eldhús í hjólastólnum. „Það koma auðvitað upp þær aðstæður að fólk getur ekki búið lengur í húsnæði vegna þess kannski að þarfir þeirra hafa breyst. Svo getur það komið upp að fólk samþykki íbúðir sem því býðst þó þær henti ekki fullkomlega vel,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, þó hún geti ekki tjáð sig um einstaka mál. „Við erum með 450 íbúðir sem eru sérstaklega ætlaðar fötluðu fólki. Við erum með íbúðir sem henta fötluðum. Ef fólk þarf eða íbúðir henta ekki lengur af því að þær eru gamlar og eru ekki samkvæmt kröfum í dag um aðgengi hjólastóla þá höfum við öll ráð til að bjóða fólki aðrar íbúðir. Það er lagt mat á það hverju sinni hvort borgar sig að breyta íbúðinni eitthvað líttilega en oft er það þannig að fólk flyst í íbúðir sem hentar þörfum þess.“ Millflutningar taki skamman tíma Vel geti verið að fólk þurfi að bíða í nokkra mánuði eftir að komast í hentuga íbúð en ekki mikið lengur en það. „Það er almennt ekki verið að úthluta fólki íbúðum sem ekki hentar því. Þegar það sækir um kemur fram hvers konar íbúð fólk þarf. Síðan er því sýnd íbúðin og fólk getur ákveðið hvort það vill taka hana eða ekki. Ef ekki þá býðst því önnur íbúð. En við reynum að leysa svona mál með hag allra að leiðarljósi, ekki síst leigjandans,“ segir Sigrún. Biðin sé auðvitað mislöng. „Það ætti ekki að taka langan tíma en það fer svolítið eftir því hvort fólk sé með óskir um tiltekið hverfi og vill hvergi annars staðar vera en þar. Ef það er tiltölulega opið tekur það frekar skamman tíma þegar um svona milliflutninga er að ræða. Fólk þarf hins vegar að sækja um milliflutning úr þeirri íbúð sem það er í til velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Yfirleitt ganga svona mál mjög fljótt fyrir sig, ekki síst í tilfellum þar sem um fatlaða einstaklinga er að ræða.“
Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31 Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Auðvitað ekki boðlegt að maðurinn þurfi að skríða inn á klósett“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir óboðlegt að íbúðir Félagsbústaða séu ekki útbúnar fyrir fólk sem notast við hjólastóla. Mál manns sem er í hjólastól og fékk úthlutaða íbúð án hjólastólaaðgengis sýni skilningsleysið sem ríki innan kerfisins. 17. júlí 2023 12:31
Hefur ítrekað slasast við að reyna komast á salernið heima hjá sér Karlmaður á fimmtugsaldri með MS sjúkdóminn, sem leigir íbúð á vegum Félagsbústaða, hefur ítrekað dottið og slasað sig vegna skorts á hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Félagsbústaðir telja ekki réttlætanlegt að laga íbúðina að þörfum hans og vilja að hann flytji. 16. júlí 2023 22:36