Stefán var eigandi GynaMEDICA sem sérhæfir sig í heilsuþjónustu kvenna. Hann starfaði áður hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og flugfélaginu WOW Air.
Um langt skeið stýrði Stefán útvarpsþættinum Rólegt og rómantískt á stöðinni FM957.
Stefán var með annan fótinn í Bandaríkjunum þar sem hann nam og starfaði um skeið sem endurskoðandi. Stefán og eiginkona hans María Lovísa Árnadóttir, og tvö börn þeirra Tara Guðrún og Sigurður Leó, bjuggu í Laugardalnum en vörðu stórum hluta ársins í Arizona fylki.
Stefán var Hafnfirðingur og fer útförin fram í Hafnarfjarðarkirkju þann 31. júlí næstkomandi.