Ekkert samkomulag í höfn en ákveðin skref tekin fram á við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júlí 2023 09:34 Kerry og Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, mæta til fundar í gær. AP/Ng Han Guan Ekkert samkomulag náðist í viðræðum erindreka Bandaríkjanna og Kína um loftslagsmál sem staðið hafa yfir í Pekíng. John Kerry, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, sagðist hins vegar fagna því að viðræður væru hafnar á ný. Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Kerry fundaði ekki með Xi Jinping, forseta Kína, en síðarnefndi sagði í ræðu í gær að Kína myndi nota eigin aðferðir til að glíma við loftslagsvandann og gera það samkvæmt eigin tímaáætlun. Kerry brást við með því að segja að Bandaríkin væru ekki að leggja Kína né öðrum línurnar, heldur væru það vísindalegar niðurstöður sem kölluðu á aðgerðir. Kerry var afar diplómatískur og benti á að Bandaríkin og Evrópu ættu einnig í vandræðum með að hætta notkun jarðefnaeldsneyta. „Þetta er erfitt viðfangsefni,“ sagði hann. „Við viðurkennum það.“ Framtíð loftslagmála er að stórum hluta í höndum Bandaríkjanna og Kína en Kínverjar eru ábyrgir fyrir þriðjungi allrar losunar og Bandaríkjamenn eiga stærsta hluta hennar sögulega séð. Ef takast á að forða heimsbyggðinni frá verstu áhrifum loftslagsbreytinga verða ríkin að taka sig verulega á. Stefnt hefur að því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en öll hlýnun umfram það er talin munu skapa aðstæður sem maðurinn mun eiga afar erfitt með að aðlagast. Hlýnunin hefur þegar náð 1,2 gráðum. I m in Beijing meeting with high-level leadership to explore the possibilities of renewing cooperation on reducing emissions and other critical pathways to addressing the climate crisis. pic.twitter.com/hR8M0mFO4m— Special Presidential Envoy John Kerry (@ClimateEnvoy) July 18, 2023 Kínverjar hafa sannarlega gripið til aðgerða og ráðist í viðameiri framkvæmdir við endurnýjanlega orkugjafa en nokkurt annað ríki. Á sama tíma hafa hins vegar einnig risið fjöldi nýrra kolaknúinna orkuvera en kol eru „óhreinasti“ orkugjafinn þegar kemur að loftslagsmálum. Sérfræðingar segja jákvætt að Bandaríkin og Kína eigi nú aftur í viðræðum um loftslagsmál og ekki síður að þær snúist um endurnýjanlega orkugjafa og mögulegar lausnir ekki síður en að setja þrýsting á Kína að hraða áætlunum sínum um að hætta notkun kola. Kínverjar hafa sagst munu ná hámarkslosun fyrir 2030 og hætta losun fyrir 2060. Kerry hefur lagt áherslu á að loftslagsviðræðurnar eigi að vera aðskildar viðræðum um önnur og „pólitískari“ mál, enda sé um að ræða ógn við alla heimsbyggðina. Wang Yi, æðsti embættismaður Kína í utanríkismálum, segir hins vegar ekki hægt að aðskilja þær frá samskiptum Kína og Bandaríkjanna almennt. Wang segir Bandaríkin þurfa að fylgja „sanngjarnri, raunhæfri og jákvæðri“ stefnu gagnvart Kína. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Kína Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira