Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 20:15 Frá því samkomulag Sameinuðu þjóðanna með milligöngu Tyrkja var gert um útflutning á korni og ánburði frá Úkraínu var gert í fyrra haust hafa milljónir tonna af korni borist þaðan til ríkja víðs vegar um heim. Nú hafa Rússar gert stórfellda loftárás á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu. AP/Vadim Ghirda Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum að Odessa í nótt. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Drónar og eldflaugar sem komust í gegn ollu töluverðu tjóni á hafnarsvæðinu í borginni, sem er stærsta útflutningshöfn Úkraínu. Sprengingarnar ollu einnig skemmdum á stóru fjölbýlishúsi í Odessa. Kona sem býr í húsinu lýsir árásinni svona: „Ég var að horfa á sjónvarpið og gluggarnir þeyttust á rúmið við hliðina á mér. Sírenan fór allt í einu í gang og svo gerðist það. Rúðurnar lentu þarna og gluggapóstarnir þarna. Bíllinn var allur í klessu," sagði konan þar sem hún stóð í gluggakarmi. Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Rússa ljúga því að Vesturlönd hafi bannað útflutning þeirra á korni og annarri matvöru og þess vegna hafi þeir slitið samkomulaginu um útflutning Úkraínumanna. „Það er ljóst að Rússar halda áfram að nota mat sem hernaðarvopn. Að þessu sinni bitna áhrifin ekki aðeins á Úkraínumönnum heldur einnig á heimsframboði á mat og verði. 65% þessara sendinga hafa farið til viðkvæmustu landa og þjóða heims. Heimsbyggðin á ekki að láta nýjustu lygar Moskvu blekkja sig.," segir Miller. Úkraína hefur verið kölluð ein af brauðkörfum heimsins. Korn þaðan skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi margra fátækustu landa Afríku og Asíu.AP Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland hafi greitt götu útflutnings Rússa á matvælum. Þeir hafi hagnast mikið á þeim útflutningi síðast liðið ár en reyni að þrýsta á Vesturlönd að aflétta öðrum refsiaðgerðum sem bíti á þá. Leo Varadkar forseti Írlands heimsótti Volodymyr Zelenski forseta Úkraínu í Kænugarði í dag og ítrekaði stuðningi Íra við Úkraínu.AP/Clodagh Kilcoyne Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir hins vegar að herða þurfi refsiaðgerðirnar. Rússar fái enn íhluti í eldflaugar frá Vesturlöndum og dróna frá Íran sem geri þeim kleift að fremja hryðjuverk í Úkraínu. „Þeir nota íhluti frá löndum hins frjálsa heims. Allar slíkar staðreyndir styðja rök okkar fyrir því að núverandi refsiagðerðir og þrýstingur gegn Rússlandi dugar ekki. Ríki heimsins verða að takmarka viðskiptatengsl við hryðjuverkaríkið svo að enga íhluti frá hinum frjálsa heimi verði hægt að nota til hryðjuverka," segir forseti Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum að Odessa í nótt. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Drónar og eldflaugar sem komust í gegn ollu töluverðu tjóni á hafnarsvæðinu í borginni, sem er stærsta útflutningshöfn Úkraínu. Sprengingarnar ollu einnig skemmdum á stóru fjölbýlishúsi í Odessa. Kona sem býr í húsinu lýsir árásinni svona: „Ég var að horfa á sjónvarpið og gluggarnir þeyttust á rúmið við hliðina á mér. Sírenan fór allt í einu í gang og svo gerðist það. Rúðurnar lentu þarna og gluggapóstarnir þarna. Bíllinn var allur í klessu," sagði konan þar sem hún stóð í gluggakarmi. Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Rússa ljúga því að Vesturlönd hafi bannað útflutning þeirra á korni og annarri matvöru og þess vegna hafi þeir slitið samkomulaginu um útflutning Úkraínumanna. „Það er ljóst að Rússar halda áfram að nota mat sem hernaðarvopn. Að þessu sinni bitna áhrifin ekki aðeins á Úkraínumönnum heldur einnig á heimsframboði á mat og verði. 65% þessara sendinga hafa farið til viðkvæmustu landa og þjóða heims. Heimsbyggðin á ekki að láta nýjustu lygar Moskvu blekkja sig.," segir Miller. Úkraína hefur verið kölluð ein af brauðkörfum heimsins. Korn þaðan skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi margra fátækustu landa Afríku og Asíu.AP Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland hafi greitt götu útflutnings Rússa á matvælum. Þeir hafi hagnast mikið á þeim útflutningi síðast liðið ár en reyni að þrýsta á Vesturlönd að aflétta öðrum refsiaðgerðum sem bíti á þá. Leo Varadkar forseti Írlands heimsótti Volodymyr Zelenski forseta Úkraínu í Kænugarði í dag og ítrekaði stuðningi Íra við Úkraínu.AP/Clodagh Kilcoyne Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir hins vegar að herða þurfi refsiaðgerðirnar. Rússar fái enn íhluti í eldflaugar frá Vesturlöndum og dróna frá Íran sem geri þeim kleift að fremja hryðjuverk í Úkraínu. „Þeir nota íhluti frá löndum hins frjálsa heims. Allar slíkar staðreyndir styðja rök okkar fyrir því að núverandi refsiagðerðir og þrýstingur gegn Rússlandi dugar ekki. Ríki heimsins verða að takmarka viðskiptatengsl við hryðjuverkaríkið svo að enga íhluti frá hinum frjálsa heimi verði hægt að nota til hryðjuverka," segir forseti Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent