Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason og Máni Snær Þorláksson skrifa 18. júlí 2023 16:31 Þetta er í fyrsta sinn sem vísitalan lækkar í hálft ár. vísir/vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6 prósent og 2,7 prósent síðastliðið ár. Dregið hefur úr umsvifum á fasteignamarkaði samhliða vaxtahækkunum. Vísitalan er reiknuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og sýnir breytingar á vegnu meðaltali íbúðaverðs. Byggir útreikningurinn á kaupsamningum síðustu þriggja mánaða. Í nóvember, desember og janúar síðastliðnum, mældist lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan undir lok árs 2009 en í maí hafði sú lækkun gengið til baka og gott betur. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1994. Fjölbýli lækkaði meira Sérbýlishluti vísitölunnar er 1003,3 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Þá er fjölbýlishluti vísitölunnar 958,1 í júní 2023 (miðað við verð í janúar 1994) og lækkaði milli mánaða um 1,1 prósent. Þetta kemur fram á vef HMS en birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs. Stofnunin skiptir íbúðarhúsnæði í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis eftir að útgildi hafa verið hreinsuð út. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði. Verð tiltölulega stöðugt Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir í samtali við fréttastofu að varast beri að taka of mikið mark á einstaka gildum. Vísitalan hafi hækkað og lækkað síðustu mánuði en heilt yfir sé það merki um tiltölulega stöðugt verð. „Það eru oft miklar sveiflur í þessu og maður tekur ekkert kannski mikið mark á einstökum gildum sem slíkum, horfir frekar á þróunina til lengri tíma. Skilaboðin þar eru fyrst og fremst þau að nafnverðið hefur verið nokkurn veginn óbreytt undanfarið en þar með hefur, af því það er verðbólga, raunverðið heldur gefið eftir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52 Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12 Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“ Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð. 21. júní 2023 09:52
Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19. apríl 2023 20:12
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent