Mikil aukning í sölu 98 oktan bensíns og flókið að tryggja framboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2023 07:45 Eigendur gamalla bíla hafa stundum gripið í tómt í sumar. Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið í eftirspurn á 98 oktan bensíni í sumar og sums staðar hefur það klárast á bensínstöðvunum. Eldri bílar þola ekki hið nýja umhverfisvæna 95 oktan bensín. Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“ Bensín og olía Neytendur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Lesandi Vísis greip í tómt á bensínstöð í Mosfellsbænum í gær þegar hann ætlaði að pumpa 98 oktan bensíni á bíl sinn, sem er kominn til ára sinna. Fékk hann þær upplýsingar á stöðinni að bensínið væri að klárast. 98 oktan bensín er meðal annars notað á sláttuvélar, snjósleða, fjórhjól og ýmis vinnutæki. Eftir að bensínstöðvarnar innleiddu hina nýju E10 blöndu af 95 oktan bensíni í maí síðastliðnum verða eigendur gamalla bíla að nota 98 oktan því bílarnir þola ekki nýju blönduna. Einkum eru þetta bílar framleiddir fyrir árið 2003 en allir bílar framleiddir eftir árið 2011 eiga að geta notað nýju blönduna. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara og aðgengið ekki jafn tryggt. Aðlögun tók tíma „Það er aukin eftirspurn eftir 98 oktana bensíni. Við vorum smá tíma að aðlaga okkur að þessu,“ segir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður verslanasviðs N1. Þegar Vísir ræddi við hann í gær var til 98 oktan bensín á öllum stöðum nema í Keflavík þar sem það var uppselt. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu því að við erum að fá sendingar núna vikulega sem mun mæta þessari miklu eftirspurn,“ segir Jón Viðar. Keflvíkingar ættu því að geta keypt 98 oktan í dag. Flækjustig og litlar birgðir Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir innflutning á 98 oktan bensíni með öðru sniði en annað bensín og dísilolía. Hann segir að ekki séu haldnar alvöru birgðir af þessu bensíni enda sé salan í mýflugu mynd. Þórður Guðjónsson forstjóri SkeljungsVísir/Vilhelm „Það eru til nægilegar birgðir hjá Skeljungi og þar af leiðandi Orkunni,“ segir Þórður. „Söluaukning er í takt við það sem við reiknuðum með en það er þó ákveðið flækjustig að tryggja að 98 oktan klárist ekki, en það gengur þó ágætlega.“
Bensín og olía Neytendur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira