Skattar og skjól Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. júlí 2023 12:31 Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun