„Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 12:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur fagnað mörgum sigrum undanfarin ár og sigur í kvöld væri einn af þeim stóru. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að nálgunin sem hefur gefist Blikum best virki hættuleg og háskaleg og er stundum barnaleg. Hann vill samt að liðið hans þori að stíga hátt upp á móti Írunum í kvöld og megi ekki vera að verja eitthvað. Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira