„Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 12:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur fagnað mörgum sigrum undanfarin ár og sigur í kvöld væri einn af þeim stóru. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að nálgunin sem hefur gefist Blikum best virki hættuleg og háskaleg og er stundum barnaleg. Hann vill samt að liðið hans þori að stíga hátt upp á móti Írunum í kvöld og megi ekki vera að verja eitthvað. Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira