Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2023 07:17 Höskuldur þarf að vera upp á sitt besta sem og aðrir leikmenn Breiðabliks í kvöld. Vísir/Arnar „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks leiða einvígið 1-0 eftir góðan sigur í Írlandi. Sigurvegarinn úr rimmu liðanna mætir Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar í næstu umferð. Írarnir eru þó engin lömb að leika sér við. „Þetta er hörkulið, við þurftum að eiga okkar allra besta leik til að ná í úrslit. Við sýndum í sitthvorum hálfleiknum okkar bestu hliðar; að vera hærra upp á vellinum, pressa þá og gera þeim erfitt fyrir í fyrri hálfleik. Í seinni þá eru þeir meira með boltann og ýta okkur aftar en við brugðumst vel við því. Sýndum líka styrkleikann okkar í að vera þéttir til baka þegar þess þurfti. Við þurfum að eiga aftur okkar allra besta leik til að klára þetta einvígi,“ sagði Höskuldur um mótherja kvöldsins. Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers fer fram á Kópavogsvelli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst kl. 19.00. „Við náðum algjörlega að sjokkera þá með því hvernig við mættum til leiks, með þessari háu ákefð sem við sýndum frá fyrstu mínútu. Úrslitin fylgdu, sem er ótrúlega mikilvægt. Þeir eru ekki vanir að tapa og við þurfum að nýta okkur það forskot sem við höfum unnið okkur inn fyrir án þess að pæla of mikið í því.“ „Nú erum við mættir á Kópavogsvöll, þurfum að vera trúir okkur sjálfum og hvernig við nálgumst leiki hér. Þurfum að vera eins líkir sjálfum okkur og við getum, þá fer þetta vel.“ Klippa: Höskuldur um leikinn gegn Shamrock: Þurfum að vera trúir okkur sjálfum Bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum „Held að Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] hafi oft svona hitt naglann á höfuðið með það að skilgreina varnarleik. Það er fyrst og fremst hugarfar, höfum sammælst um það í klefanum að bera meiri virðingu fyrir varnarleiknum. Hver og einn þarf að klára sitt, sama hvort það er í pressu eða að hlaupa til baka eða selja okkur dýrar. Finnst það hafa verið fókusinn aðeins hjá okkur, sem hefur skilað sér. Ekkert flóknara en það, höfum ekki verið að drilla fram og til baka.“ „Á eftir að fara betur yfir það á töflufundi en við klárlega mætum til leiks eins og við höfum alltaf mætt til leiks, sama hvort það er í deildinni eða Evrópu.“ sagði Höskuldur um upplegg kvöldsins og hélt áfram. „Okkar hugmyndafræði er há ákefð og stíga fast upp á þá, pressa þá og þegar þarf því þetta er mjög gott lið munu komu tímabil í leiknum þar sem við munum falla til baka. Þurfum að díla við það eins og við gerðum í fyrri leiknum, verður ekkert nýtt í þessu.“ Um sigurmarkið í Írlandi „Hann á það til, hann er með eitraða rist. Þetta kom þannig ekkert á óvart. Staðurinn og stundin var einkar falleg, og heppileg,“ sagði fyrirliðinn um magnað sigurmark Damir Muminovic í Írlandi en vildi þó ekki meina að miðvörðurinn væri að taka aukaspyrnuréttinn af sér. „Við deilum þessu eftir hvernig landið liggur, hvar brotið er staðsett og hvernig varnarveggurinn stillir sér upp. Oft er þetta tilfinning og Damir sagðist vera með góða tilfinningu, oft er það innsæið sem maður stólar á og það sannaði sig heldur betur,“ sagði Höskuldur að endingu. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira