Hansen snýr aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2023 18:01 Mikkel Hansen tekur á Ómari Inga Magnússyni. EPA-EFE/Tibor Illyes Danski handknattleikskappinn Mikkel Hansen snýr aftur á völlinn þegar lið hans Álaborg hefur nýtt tímabil. Hinn 35 ára gamli Hansen hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári vegna álags og stresseinkenna. Hansen er talinn einn ef betri handboltamönnum heims undanfarinn áratug eða svo. Hann spilaði lengi vel með París-Saint Germain í Frakklandi en sneri aftur í raðir Álaborgar á síðasta ári. Varð Hansen níu sinnum Frakklandsmeistari með PSG og fimm sinnum bikarmeistari. Dvöl hans í Frakklandi endaði hins vegar vægast sagt illa þar sem hann varð alvarlega veikur snemma árs 2022. Fékk hann blóðtappa í lungun og var frá keppni í dágóða stund. Hann byrjaði af krafti hjá Álaborg en snemma á þessu ári var ákveðið að hann myndi fara í veikindaleyfi. Var ákvörðunin tekin í samráði við nánustu fjölskyldu leikmannsins, lækna og félagið sjálft. Í dag staðfesti Jan Larsen, framkvæmdastjóri Álaborgar, í viðtali við Extra Bladet að Hansen myndi snúa aftur til æfinga þegar liðið hefur undirbúning fyrir komandi á tímabil. Styrkir það lið Álaborgar til muna sem hefur sótt dönsku landsliðsmennina Niklas Landin og Simon Hald í von um að vinna allt sem hægt er að vinna innanlands sem utan á komandi leiktíð. Á ferli sínum hefur Hansen þrívegis verið valinn besti leikmaður í heimi að mati IHF, 2011, 2015 og 2018. Hann hefur þrívegis verið valinn verðmætasti leikmaður HM í handbolta, 2013, 2019 og 2021. Þá hefur hann orðið heimsmeistari þrívegis, 2019, 2021 og 2023. Evrópumeistari árið 2012, og Ólympíumeistari árið 2016. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Hansen er talinn einn ef betri handboltamönnum heims undanfarinn áratug eða svo. Hann spilaði lengi vel með París-Saint Germain í Frakklandi en sneri aftur í raðir Álaborgar á síðasta ári. Varð Hansen níu sinnum Frakklandsmeistari með PSG og fimm sinnum bikarmeistari. Dvöl hans í Frakklandi endaði hins vegar vægast sagt illa þar sem hann varð alvarlega veikur snemma árs 2022. Fékk hann blóðtappa í lungun og var frá keppni í dágóða stund. Hann byrjaði af krafti hjá Álaborg en snemma á þessu ári var ákveðið að hann myndi fara í veikindaleyfi. Var ákvörðunin tekin í samráði við nánustu fjölskyldu leikmannsins, lækna og félagið sjálft. Í dag staðfesti Jan Larsen, framkvæmdastjóri Álaborgar, í viðtali við Extra Bladet að Hansen myndi snúa aftur til æfinga þegar liðið hefur undirbúning fyrir komandi á tímabil. Styrkir það lið Álaborgar til muna sem hefur sótt dönsku landsliðsmennina Niklas Landin og Simon Hald í von um að vinna allt sem hægt er að vinna innanlands sem utan á komandi leiktíð. Á ferli sínum hefur Hansen þrívegis verið valinn besti leikmaður í heimi að mati IHF, 2011, 2015 og 2018. Hann hefur þrívegis verið valinn verðmætasti leikmaður HM í handbolta, 2013, 2019 og 2021. Þá hefur hann orðið heimsmeistari þrívegis, 2019, 2021 og 2023. Evrópumeistari árið 2012, og Ólympíumeistari árið 2016.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira