Í átt að sterkara borgarasamfélagi Vala Karen Viðarsdóttir skrifar 15. júlí 2023 07:01 Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun