Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 22:10 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (f.m.) ásamt Einari Þorsteinssyni (t.v.) og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.h) þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“ Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“
Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05