Lofaði að hjálpa dómara ef hann hagræddi úrslitum leiks Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Fyrrum formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, er í vandræðum þessa dagana vegna ásakana um spillingu. Vísir/Getty Fyrrum dómari í handbolta segir að þáverandi formaður dómaranefndar EHF hafi beðið sig að hagræða úrslitum í leik sem hann dæmdi. Þetta kemur fram í heimildamynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum. Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Sjá meira
Spilling í handknattleiksheiminum hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi heimildamynd í tveimur hlutum á dögunum þar sem meðal annars tálbeita var notuð til að blekkja fyrrum formann dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski. Þá var einnig fjallað um hagræðingu úrslita í stórum leikjum, meðal annars í Íslendingaslag GOG og Kadetten Schaffhausen árið 2020. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með GOG á þessum tíma og Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Kadetten Schaffhausen. Í þættinum í fyrrakvöld var fjallað enn frekar um hagræðingu úrslita. Þar var meðal annars rætt við fyrrverandi toppdómara í handbolta sem segir að Dragan Nachevski hafi haft samband við sig og beðið sig um að hafa áhrif á úrslit leiks sem hann átti að dæma. „Fyrir mikilvægan leik hafði Dragan Nachevski samband við mig. Ef rétt lið myndi vinna þá hefði það góð áhrif á minn feril. Það myndi setja mig í stöðu að ég fengi betri möguleika að komast lengra í starfinu,“ sagði dómarinn sem kom ekki fram undir nafni. Dómarinn sagði nei við tilboðinu en fór ekki með upplýsingarnar áfram til EHF. „Mín reynsla frá þessum árum er að svona tilkynningar eru ekki teknar alvarlega. Þær enda bara neðst í einhverri skúffu.“ Sonur formanns dómaranefndarinnar, Giorgji Nachevski, er einn af þeim dómurum sem dæmt hefur í leikjum þar sem grunur leikur á að úrslitum hafi verið hagrætt. Hann mun þar að auki veria tengdur samtökum á Balkanskaganum sem þekktur er í þeim bransa. Dragan Nachevski hefur sjálfur neitað öllum ásökunum.
Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Sjá meira