Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2023 19:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti átti einkafund með Volodymyr Zelensky þar sem hann lýsti því yfir að aðild Úkraínu að NATO væri bara tímaspursmál. Vel fór á með forsetunum tveimur. AP/Susan Walsh Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer mun sáttari frá leiðtogafundi NATO í dag en þegar hann mætti til fundarins í gær fremur neikvæður út í þær áætlanir sem leiðtogar NATO hugðust leggja fram um leið Úkraínu inn í NATO. Stíf fundarhöld Zelenskys með leiðtogum einstakra ríkja í Vilnius í gær og í dag sem og fyrsti fundurinn í Úkraínuráði NATO, virðast hafa sannfært forsetann um að NATO aðild væri innan seilingar. Joe Biden var vel fagnað af íbúum Vilnius á útifundi að loknum fundi leiðtoganna.AP/Mindaugas Kulbis „Fyrsta fundi í Úkraínuráð NATO var að ljúka og allar bandalagsþjóðirnar samþykktu að framtíð Úkraínu væri í NATO,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti með hina leiðtoga G7 og Zelensky sér við hlið. „Bandalagsþjóðirnar samþykktu að aflétta kröfunum um aðgerðaáætlun Úkraínu fyrir aðildarumsókn Úkraínu og þróa ferli sem leiðir til aðildar að NATO á sama tíma sem Úkraína heldur áfram að gera nauðsynlegar umbætur,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þá gáfu leiðtogar helstu sjö iðnríkja heims, G7, Úkraínu tryggingar fyrir áframhaldandi stuðningi þar til sigur næðist í stríðinu við Rússa. „Samhliða þessu munum við veita Úkraínu nauðsynlegar tryggingar gegn hvers kyns árásum sem kunna að verða gerðar á landið,“ sagði Biden. Volodymyr Zelenskyy sagði sendinefnd Úkraínu fara sigurreifa heim af leiðtogafundinum með góðar tryggingar og stuðning NATO ríkjanna og aðildarríkja G7 hópsins.AP/Pavel Golovkin Zelensky var sáttur við niðurstöðu fundarins. „Niðurstöður NATO-fundarins í Vilníus eru mjög jákvæðar og skipta Úkraínu afar miklu máli. Ég er þakklátur öllum leiðtogum NATO-ríkjanna fyrir afar raunsæjan og fordæmalausan stuðning,“ sagði forseti Úkraínu. Í dag hefðu verið gefnar tryggingar fyrir aðild Úkraínu að NATO. „… og mikilvægur pakki sem inniheldur tryggingu um öryggi. Sendinefnd Úkraínu fer sigursæl heim með loforð um veittan stuðning í þágu Úkraínu, lands okkar og þjóðar og barna okkar. Þau opna okkur leið til nýrrar og aukinnar verndar,“ sagði Volodymyr Zelensky.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59 Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. 12. júlí 2023 14:00
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. 11. júlí 2023 11:59
Svíar færast nær aðild að NATO Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl. 6. júlí 2023 21:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent