Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2023 10:40 Activision Blizzard á nokkrar af vinsælustu leikjaseríum heims. AP/Richard Drew Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. 69 milljarðar dala samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna, lauslega reiknað. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Samkeppniseftirlitið getur áfrýjað úrskurðinum en í grein Wall Street Journal segir að slíka sé óalgengt. Ákvörðun um áfrýjun hefur ekki verið opinberuð enn og stendur til að gera það á næstu dögum. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Íslendingar fengu nýverið aðgang að Game Pass og fjölmörgum tölvuleikjum í gegnum þá áskriftarleið. Sjá einnig: Xbox Game Pass kemur til Íslands Forsvarsmenn Microsoft hafa varið einu og hálfu ári í að fá sameininguna samþykkta hjá yfirvöldum víða um heim. Yfirvöld í Bretlandi eru þau einu sem hafa ekki samþykkt samrunann enn. Forsvarsmenn samkeppniseftirlitsins þar sögðust þó í gær tilbúnir til að taka nýjar tillögur frá Microsoft, varðandi áhyggjur eftirlitsins til skoðunar. Óljóst er hvort það komi í veg fyrir samrunann. Brad Smith, einn af yfirmönnum Microsoft, sagði í gær að fyrirtækið hefði komist að samkomulagi við samkeppniseftirlitið í Bretlandi um að stöðva öll málaferli á meðan forsvarsmenn fyrirtækisins vinna að nýjum tillögum við athugasemdum eftirlitsins. Our statement on the mutual request with the CMA for a pause of our appeal in the UK: pic.twitter.com/8Aky2IJjxS— Brad Smith (@BradSmi) July 11, 2023 Hafa keypt fjölmörg fyrirtæki Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds. Leikjavísir Microsoft Bandaríkin Bretland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmörg leikjafyrirtæki en ekkert af sambærilegri stærðargráðu. 69 milljarðar dala samsvarar rúmum 9,2 billjónum króna, lauslega reiknað. Dómarinn Jacqueline Scott Corley sagði í úrskurði sínum að Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna (FTC) hefði ekki sýnt fram á að sameining fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni á sviði leikjatölva eða skýjalausna fyrir tölvuleikjaspilun. Þvert á móti virtist sem samruninn myndi auka aðgengi notenda að leikjum Activision. Samkeppniseftirlitið getur áfrýjað úrskurðinum en í grein Wall Street Journal segir að slíka sé óalgengt. Ákvörðun um áfrýjun hefur ekki verið opinberuð enn og stendur til að gera það á næstu dögum. Forsvarsmenn FTC höfðu sagt að markaðsstaða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrði of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. FTC sagði Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Íslendingar fengu nýverið aðgang að Game Pass og fjölmörgum tölvuleikjum í gegnum þá áskriftarleið. Sjá einnig: Xbox Game Pass kemur til Íslands Forsvarsmenn Microsoft hafa varið einu og hálfu ári í að fá sameininguna samþykkta hjá yfirvöldum víða um heim. Yfirvöld í Bretlandi eru þau einu sem hafa ekki samþykkt samrunann enn. Forsvarsmenn samkeppniseftirlitsins þar sögðust þó í gær tilbúnir til að taka nýjar tillögur frá Microsoft, varðandi áhyggjur eftirlitsins til skoðunar. Óljóst er hvort það komi í veg fyrir samrunann. Brad Smith, einn af yfirmönnum Microsoft, sagði í gær að fyrirtækið hefði komist að samkomulagi við samkeppniseftirlitið í Bretlandi um að stöðva öll málaferli á meðan forsvarsmenn fyrirtækisins vinna að nýjum tillögum við athugasemdum eftirlitsins. Our statement on the mutual request with the CMA for a pause of our appeal in the UK: pic.twitter.com/8Aky2IJjxS— Brad Smith (@BradSmi) July 11, 2023 Hafa keypt fjölmörg fyrirtæki Microsoft hefur á undanförnum árum keypt fjölmarga leikjaframleiðendur. Meðal þeirra eru fyrirtækið Bungie, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrirtækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thieves og Perferct Dark. Einnig hefur Microsoft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífurlega vinsæla. Ninja Playground Games, sem framleiða Forza-bílaleikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra framleiðenda sem Microsoft hefur keypt. Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Heavenly Sword og Devil May Cry, er eitt til viðbótar. Við þau bætast svo InXile Entertainment, sem gerði Wasteland leikina, og Obsididan Entertainment sem er hvað þekktast fyrir Fallout: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Republic 2, Pillars of Eternity og The Outer Worlds.
Leikjavísir Microsoft Bandaríkin Bretland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira